Atkvæðagreiðslu félaga í Kennarasambandi Íslands um verkfall í átta skólum lauk núna í hádeginu. Verkfall var samþykkt í öllum skólunum samkvæmt frétt RÚV. Neðangreindir skólar munu að óbreyttu fara í verkfall sem hefst þann 29. október og stendur til 22. nóvember.
Leikskólar
Leikskóli Seltjarnarness
Holt í Reykjanesbæ
Drafnarsteinn í Reykjavík
Ársalir á Sauðárkróki.
Grunnskólar
Áslandsskóli í Hafnarfirði
Laugalækjaskóli í Reykjavík
Lundarskóli á Akureyri. E
Þá var einnig samþykkt verkfallsboðun í Fjölbrautaskóla Suðurlands í Árborg.