fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2024 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur gert stjórn RÚV ohf. grein fyrir því að hann sé tilbúinn að gegna starfi útvarpsstjóra áfram þegar núverandi ráðningartímabili lýkur á næsta ári.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og vísað í svar hans við fyrirspurn blaðsins í smáskilaboðum.

Stefán var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 en ráðningartímabilið rennur út í lok janúar á nýju ári. Hann lýsti því í viðtali í Bítinu í fyrra að hann hefði í hyggju að hætta eftir fimm ára starf hjá RÚV. Hann hefði litið á þetta sem fimm ára verkefni.

„Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í viðtalinu.

Stefán segir við Morgunblaðið að málið sé á borði stjórnar samkvæmt lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum