fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Óhugnanlegt atvik í miðborginni – „For Putin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2024 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir óhugnanlega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 1. október 2022.

Forsaga málsins er sú að tveir menn voru á leið heim til sín úr miðborginni þegar þeir mættu ókunnugum manni á svæði á milli Hverfisgötu og Laugavegar. Maðurinn sem þeir mættu var einn á ferð og veittu þeir honum ekki sérstaka athygli, ekki fyrr en maðurinn var kominn upp við hlið þeirra en þá gaf hann öðrum þeirra þungt högg með olnboganum í andlitið.

Afleiðingar árásarinnar voru þær að fórnarlambið hlaut nefbrot og blæddi töluvert úr nefinu eftir höggið. Engin orðaskipti eða önnur samskipti höfðu átt sér stað á undan og var árásin með öllu tilefnislaus. Þegar lögreglumenn komu á staðinn sögðu mennirnir tveir sem mættu árásarmanninum að hann hefði viðhaft ummælin „For Putin“ þegar þeir spurðu hann um ástæður árásarinnar, að því er virtist í reiði út af ástandinu í Úkraínu.

Í framburðarskýrslu hjá lögreglu eftir vistun í fangaklefa bar árásarmaðurinn af sér allar sakir og kannaðist ekki við atvik málsins. Fyrir dómi sagðist hann hins vegar hafa verið undir miklum áhrifum áfengis eftir að hafa verið á tveimur nánar tilgreindum skemmtistöðum í miðborginni.

Hann hefði verið á gangi á Hverfisgötu og haldið öðrum handleggnum í uppréttri stöðu vegna mögulegrar merkjagjafar í tengslum við það að hann var að leita sér að leigubíl. Hann hefði verið valtur á fótum, ruglaður og ölvaður og rekist utan í gangandi vegfaranda sem varð á vegi hans.

Kvaðst hann síðan hafa haldið för sinni áfram og nokkru síðar hefði honum verið hrint á jörðina og verið haldið niðri. Þá hefði hann stuttu síðar verið handtekinn af lögreglu. Þá kvaðst hann ekki kannast við fyrrgreind ummæli um Pútín. Neitaði maðurinn sök og taldi að mögulega hefði verið um að ræða óhappatilvik.

Dómari taldi framburð árásarmannsins ósannfærandi en á sama tíma taldi hann að mennirnir sem hann mætti hefðu einlægir og trúverðugir í málflutningi sínum. Var framburður þeirra látin ráða úrslitum í málinu.

Auk þess að sæta tveggja mánaða skilorðsbundnum fangelsisdómi var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu 400 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 700 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“