fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Lögregla kölluð út vegna hnífamanns í strætó

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2024 07:38

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvær tilkynningar í gærkvöldi um mann með hníf í strætisvagni. Í öðru tilvikinu hafði lögregla afskipti af manninum en enginn hnífur fannst.

Vitni sögðu aftur á móti að maðurinn hefði kastað hnífnum frá sér. Var maðurinn fjarlægður úr vagninum og er málið í rannsókn.

Í hinu tilvikinu var tilkynnt um mann í strætisvagni í annarlegu ástandi. Sagði tilkynnandi að maðurinn hefði svo tekið upp hníf og farið að hlæja.

Ekki bárust fleiri tilkynningar um manninn en tilkynnandi kom á lögreglustöð eftir strætóferðina til að tilkynna um málið og var lögregla því ekki send á staðinn. Mögulega er þarna um að ræða sama mann og tilkynnt var um í hinu tilvikinu, að sögn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti