fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Rannsókn sýnir að íslensk ungmenni eiga erfiðara með samkennd en önnur – „Mér finnst ótrúlegt að þetta hafi ekki fengið umræðu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 21:30

Arnór Bjarki Blomsterberg prestur við Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki bara verið að kanna hvað börnin eru dugleg að lesa og hvort þau eru að skilja það sem þau lesa og hversu dugleg þau eru að reikna. Samkennd var einnig könnuð. Samkennd er getan okkar til að finna til með öðru fólki, geta sett okkur í spor annarra og séð hluti út frá augum annarra. Íslensk ungmenni komu verst út á meðal OECD þjóða þegar samkennd var mæld og talsvert lægra heldur en þær þjóðir sem við mælum okkur við,“

segir Arnór Bjarki Blomsterberg prestur við Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði í viðtali við Kiddu Svarfdal í þætti hennar Fullorðins á Brotkast. Vísar hann þar í niðurstöður Pisa könnunar 2022, en niðurstöður hennar voru birtar í desember í fyrra. Heilmikið hefur verið rætt og ritað um lestrarkunnáttu íslenskra barna og ungmenna eftir að niðurstöður könnunarinnar voru birtar, en minna um aðra þætti hennar.

„Eitthvað hefur gerst í íslensku samfélagi, það er umræða að krakkar séu alltaf í tölvunni, að spila ofbeldisleiki, en það er líka í gangi í hinum löndunum. Eitthvað hefur gerst í íslensku samfélagi sem gerir það að verkum að börnin okkar, ungmennin okkar, eiga erfiðara með en jafnaldrar þeirra annars staðar að finna til með öðru fólki, og ég hef miklar áhyggjur af því, mjög miklar áhyggjur af því.“

Skora hátt þegar kemur að þrautseigju og álagi

Arnór segir íslensk börn og ungmenni hafa skorað vel þegar kom að þrautseigju og álagi.

„En það að geta ekki fundið til með öðru fólki, ég er ekki viss um að það sé gott með þrautseigju. Margir skúrkar í sögunni hafa verið ansi þrautseigir. Mér finnst ótrúlegt að þetta hafi ekki fengið umræðu. Og ég hef velt fyrir mér hvað veldur? Við höfum séð undanfarin ár að ofbeldi er að aukast meðal ungmenna og harkan.“

Segir hann stöðuna í dag allt aðra en fyrir fimm árum. Og segir hann stöðu fangavarða allt aðra en árið 2017 þegar hann starfaði sem fangavörður. „Þá gátu fangaverðir farið inn á fangavakt án þess að óttast nokkuð. En eftir að þessi kynslóð fór að koma í afplánun, strákar fæddir eftir 2000, það er eitthvað sem skortir hjá þeim sem eldri fangar hafa. Skilningur á því að fangaverðir eru að þjónusta þá, geyma þá og passa að þeir fái sínar þarfir.“

Rifjar Arnór upp að hann hafi getað farið einn inn á fangagang, jafnvel inn í klefa með fanga til að ræða hans mál.

„Núna er þetta ekki hægt lengur, það er ekki nógu mikið öruggir á fangagöngunum, það er svo mikil óvirðing og menn veigra ekkert fyrir sér að láta vaða í fangaverði. Löggan er að upplifa þetta líka, með þessa yngri kynslóð.“

Segist samfélagsmiðlum um að kenna að hluta

Segist hann hafa velt fyrir sér hvort samfélagsmiðlum sé um að kenna, en segir málið þó ekki einfalt og ekki hægt að horfa á einn orsakaþátt.

„Samfélagsmiðlar lofuðu okkur meiri samskiptum en raunin er að þeir hafa hér um bil komið í veg fyrir samskipti, þessi persónulegu samskipti, að við horfumst í augu og tölum saman. Nú fara samskiptin mikið saman í gegnum emojis og likes, Facebook. Unglingar í dag tjá sig í gegnum Reels á Instagram. Ég er ekki að segja að þau eigi aldrei í beinum gagnvirkum samskiptum, en ekki eins og áður þekktist. Og þetta hlýtur að hafa einhver áhrif.

Og eins og við þekktum til áratuga, íslenskt samfélag, hornsteinninn í innleiðingu siðferðisgilda sem við viljum lifa eftir er skólakerfið. Siðferðisvitarnir sem við höfum alla tíð verið að presentera voru mikið til innleiddir í gegnum skólakerfið og þá er ég að meina að það var kennslustund, þar sem við vorum að tala um samkennd, náungakærleika, kenna okkur að sjá hlutina ekki bara út frá eigin augun heldur fara í skó annarra. Þessi boðskapur alla vega þar sem ég var í skóla var dreginn úr guðspjöllunum og því sem Jesús var að kenna okkur og kallað kristinfræði sem var aflögð úr skólakerfinu 2008 held ég örugglega.“

Hægt er að lesa skýrslu um Pisa könnunina hér. Skjáskot hér fyrir neðan eru úr skýrslunni og eru aðeins hluti af henni þar sem komið er inn á samkennd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest
Fréttir
Í gær

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“