fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Þykkan svartan reyk leggur hvað eftir annað yfir Rússland – Rússar ráða ekki við þetta

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. september 2024 03:15

Olíuhreinsistöð í Rostov brennur. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hafa Úkraínumenn ráðist á hverja eldsneytisbirgðastöðina og olíuhreinsistöðina á fætur annarri í Rússlandi. Svartan reyk hefur lagt frá eldi í þeim og er þetta merki um rússneskt vandamál sem virðist óviðráðanlegt.

Kirov-héraðið er um 1.200 km frá úkraínsku landamærunum. En það dugir ekki til að héraðið sleppi alveg við áhrif stríðsins í Úkraínu. Að minnsta kosti ekki lengur. Aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku gerðu Úkraínumenn fyrstu árás sína í héraðinu. Skotmarkið var olíubirgðastöð.

Sömu nótt réðust þeir einnig á olíubirgðastöð í Rostov. Myndir frá báðum stöðum sýndu mikinn svartan reyk leggja frá þeim. Með þessum árásum voru árásir Úkraínumanna á rússneskar eldsneytisbirgðastöðvar og orkuinnviði orðnar 64 á þessu ári samkvæmt samantekt BBC.

„Maður kallar þetta auðveld og góð skotmörk. Svona eldsneytisbirgðastöðvar eru mjög viðkvæmar. Það þarf ekki mikið til að eldur komi upp og þegar það gerist, þá er mjög erfitt að slökkva hann aftur. Með frekar litlum aðgerðum er hægt að ná miklum áhrifum,“ sagði Alexander With, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við Jótlandspóstinn um ástæðu þess að Úkraínumenn ráðast hvað eftir annað á eldsneytisbirgðastöðvar og orkuinnviði.

Áhrifamesta árás þeirra til þessa var á eldsneytisbirgðastöð í eigu ríkisins í Proletarsk. Árásin var gerð 18. ágúst og logaði enn í henni í síðustu viku. Þá höfðu 40 slökkviliðsmenn slasast í baráttunni við eldhafið.

En af hverju geta Rússar ekki bægt þessum árásum frá? „Það er af því að Rússland er stærsta land heims,“ sagði With og átti þar við að Rússar neyðast til að forgangsraða loftvörnum sínum og hafa þær við staði sem þeir telja mikilvægasta.

Eftir því sem Úkraínumenn hafa þróað sín eigin vopn og lagt áherslu á árásir á rússneska orkuinnviði, þá hefur orðið erfiðara fyrir Rússa að verjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum