

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að Finnar vilji jafnframt bjóða öðrum NATO-ríkjum að taka þátt í vörnum Lapplands.
„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að önnur NATÓ-ríki taki virkan þátt í vörnum Lapplands og allrar Skandinavíu,“ sagði Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, í samtali við finnska ríkisútvarpið YLE nýlega.
Peter Hultquist, formaður varnarmálanefndar sænska þingsins, staðfesti að Svíar séu leggja mat á hvort þeir taki þátt í vörnum Lapplands. „Ég veit að sænski herinn og ríkisstjórnin undirbúa nú að senda hermenn til Finnlands. Það verður hluti af NATÓ-samstarfi,“ sagði hann í samtali við finnska dagblaðið Iltalehte.
Hann sagðist telja að norskir hermenn eigi einnig að koma að verkefninu. Hann sagði að byrjað hafi verið að ræða að koma upp sameiginlegri hersveit í Lapplandi áður en Finnar og Svíar fengu aðild að NATÓ.