fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Finnar biðja Norðmenn og Svía um aðstoð við varnir Lapplands

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 06:30

Norskir hermenn á æfingu. Mynd:Forsvaret.no

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska ríkisstjórnin hefur beðið Norðmenn og Svía um aðstoð við varnir Lapplands, sem er nyrst í Finnlandi. Nánar tiltekið hafa Finnar beðið þessar nágrannaþjóðir sínar um að leggja til hermenn og hergögn í sameiginlega herdeild.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að Finnar vilji jafnframt bjóða öðrum NATO-ríkjum að taka þátt í vörnum Lapplands.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að önnur NATÓ-ríki taki virkan þátt í vörnum Lapplands og allrar Skandinavíu,“ sagði Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, í samtali við finnska ríkisútvarpið YLE nýlega.

Peter Hultquist, formaður varnarmálanefndar sænska þingsins, staðfesti að Svíar séu leggja mat á hvort þeir taki þátt í vörnum Lapplands. „Ég veit að sænski herinn og ríkisstjórnin undirbúa nú að senda hermenn til Finnlands. Það verður hluti af NATÓ-samstarfi,“ sagði hann í samtali við finnska dagblaðið Iltalehte.

Hann sagðist telja að norskir hermenn eigi einnig að koma að verkefninu. Hann sagði að byrjað hafi verið að ræða að koma upp sameiginlegri hersveit í Lapplandi áður en Finnar og Svíar fengu aðild að NATÓ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm