fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Gunnar Smári gáttaður á verðinu eftir að hafa stokkið glorsoltinn inn á hamborgarastað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta væri eðlilegt verð ef lágmarkslaun á Íslandi væru 1,5 milljónir á mánuði,“ segir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og ritstjóri Samstöðvarinnar, í færslu á Facebook sem vakið hefur talsverða athygli.

Gunnar Smári sagði frá því í gær að hann hefði stokkið glorsoltinn inn á hamborgarastað rétt fyrir klukkan 16 þar sem hann var ekki búinn að borða neitt allan daginn. Segist hann hafa freistast til að velja tvöfaldan hamborgara með frönskum og gosi og var hann rukkaður um 4.160 krónur.

„Það er $30,33. Sá sem reyndi að selja hamborgara á rúma 30 dollara yrði líklega fréttaefni í öðrum löndum, hér er þetta talin normal hegðun,“ segir hann og bætir við að þetta væri að líkindum eðlilegt verð ef lágmarkslaun hér á landi væru töluvert hærri.

Sem fyrr segir vakti færsla Gunnars Smára töluverða athygli og sitt sýnist hverjum. Ýmsir tóku undir með honum um að þetta væri býsna hátt verð og tók einn fram að hamborgarar, sem margir telja „sjoppufæði“, séu verðlagðir eins og steikur eða máltíð á veitingahúsi.

Aðrir bentu þó á að verðið á sambærilegri máltíð í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við sé ekki mikið lægra. „Hamborgari, franskar og Coke kostar 3.856,- kr á 5Guys í Bretlandi,“ sagði einn á meðan annar benti á að hamborgaramáltíð á Jensens Böffhus í Kaupmannahöfn kosti svipað og það fyrir utan gosið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga