fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmenskt þjófagengi, sem hefur stundað í langan tíma að stela úr söfnunargámum fyrir skilagjaldsumbúðir sem Grænir skátar reka, er enn að stunda sína vafasömu iðju, samkvæmt hjólahvíslaranum Bjartmar Leóssyni.

DV fjallaði um starfsemi hópsins í byrjun þessa mánaðar.

Sjá einnig: Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“

Bjartmar vakti fyrst athygli DV á starfsemi gengisins en frásagnir hans hafa verið staðfestar af Grænum skátum, Endurvinnslunni og lögreglunni í Kópavogi.

Einn tiltekinn maður er talinn vera höfuðpaur í málinu. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar sagðist í samtali við DV þann 1. júlí vera með nafn á tilteknum manni sem stýri þjófnaðinum og lögreglan í Kópavogi gefur upp að hún sé með ákveðinn aðila grunaðan.

„Þetta virðist vera rúmenskt gengi sem er að standa í þessu,“ segir Jón Ingvar Bragason, framkvæmdastjóri Grænna skáta, sem starfrækja dósagámana. „Við höfum fengið sendar myndir af þessu og svo eru skynjarar í gámunum og því sjáum við þegar verið er að tæma á óvenjulegan tíma, sem er oftast um tíuleytið á kvöldin, þá gefur skynjarinn okkur merki um að það sé allt í einu að minnka í gámnum, verið að tæma á þeim tíma sem við tæmum ekki.“

Þjófnaðurinn hefur átt sér stað í mörgum hverfum: „Þeir virðast hreyfa sig á milli hverfa, taka jafnvel ákveðin hverfi fyrir í ákveðinn tíma og síðan fara þeir í næsta hverfi,“ segir Jón.

Dósagámarnir umræddu eru alfarið í rekstri skátahreyfingarinnar í gegnum fyrirtækið Grænir skátar, sem reka gámana með leyfi frá Endurvinnslunni og viðkomandi bæjarfélögum.

Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, sagði að Endurvinnslan reyni að aðstoða skátana í þessu máli með því að hafa samband við lögreglu þegar aðilar koma með grunsamlega mikið magn af skilagjaldsumbúðum. Skátarnir geti síðan fengið upplýsingarnar frá lögreglunni.

„Við höfum rætt þetta við lögreglu og fleiri aðila til að reyna að loka fyrir þetta, en það virðist ganga afskaplega hægt. Við höfum meira að segja rætt við þingmenn en þetta virðist bara ekki ganga,“ segir Helgi, en málið hefur verið lengi á borði lögreglu.

Helgi segist vita hver stendur að baki þjófnaðinum. „Eins og þetta er í dag þá vitum við alveg að þetta er einn stór aðili sem er með mjög mikið af þessu. Við erum með nafn á þessu manni en við vitum ekki hvað það eru margir með honum. En það virðist lítið gerast í málinu hvað varðar rannsókn lögreglu.“

Heimir Ríkharðsson, fulltrúi á lögreglustöðinni í Kópavogi, staðfestir að málið sé í rannsókn þar. Í svari við skriflegri fyrirspurn frá DV segir hann: „Ég get staðfest að mál af þessu tagi er til rannsóknar hjá okkur en ekkert frekar um rannsóknina að segja annað en við erum með aðila grunaðan.“

Aðspurður telur Helgi að dósaþjófnaðurinn nemi um 1,5 milljónum króna á mánuði eða um 20 milljónum á ári. Honum fellur sérstaklega þungt að skátarnir séu svo illa rændir vegna þess mikilvæga starfs sem þeir vinna.

Gengið sagt hafa skipt um bíl

Bjartmar greinir frá því að gengið sé enn að störfum og hafi skipt um bíl. Aki þeir nú um á bíl af sömu tegund og í sama lit og myndin hér að neðan sýni. Bíllinn sé á ryðguðum felgum:

 

Meðlimur í genginu hefur sent Bjartmari hótun í skilaboðum í Messenger vegna afskipta hans af genginu. Hótunina má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga