fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Í sjö daga viku Rússar frá hefðbundnum loftárásum sínum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 08:00

Rússnesk SU-orustuþota. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rússar og Úkraínumenn ráðast á hvor aðra eru þeir með ákveðin skotmörk í huga. Rússar ráðast af miklum krafti á úkraínska innviði en Úkraínumenn beina árásum sínum að mestu að hernaðarlegum skotmörkum en ráðast einnig á innviði í Rússlandi, aðallega tengda olíuiðnaðinum og vopnaframleiðslu.

Rússar ráðast yfirleitt á orkuinnviði í Úkraínu að næturlagi og á sama tíma ráðast Úkraínumenn á olíuinnviði í Rússlandi og hernaðarleg skotmörk í Úkraínu.

Á síðustu vikum hafa Úkraínumenn verið iðnir við árásir á Krímskaga og hafa margar fréttir borist af dróna- og flugskeytaárásum á skagann en hann er hersetinn af Rússum. Meðal annars segjast Úkraínumenn hafa hæft 15 loftvarnarkerfi á skaganum á skömmum tíma.

Það eru vestræn vopn á borð við Atacms-flugskeytakerfið sem gera þeim kleift að gera þessar árásir á Krím og þeir hika ekki við að ráðast á skagann.

Karsten Marrup, majór og yfirmaður hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að Úkraínumenn hafi nú um langa hríð ráðist á hin ýmsu skotmörk á Krím. Meginmarkmiðið sé að eyðileggja valin skotmörk en einnig að senda Rússum skilaboð um að þeir séu ekki öruggir á Krím. Að þar geti þeir ekki verið öruggir um hermenn, skip eða flugvélar.

Frá 12. til 18. júní breyttu Rússar um taktík í árásum sínum á Úkraínu með flugskeytum. Þeir einbeittu sér þá að herflugvöllum. Marrup sagði að ástæðan sé líklega pirringur yfir velheppnuðum loftárásum Úkraínumanna og einnig hafi Rússar miklar áhyggjur af F-16 orustuþotunum sem Úkraínumenn fá fljótlega.

Storm Shadow og Scalp flugskeytum er skotið frá úkraínskum SU-24 orustuþotum og það vita Rússar vel. Þeir vita einnig að Úkraínumenn eiga fáar slíkar vélar og því vilja Rússar granda þeim til að koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti skotið þessum langdrægu flugskeytum frá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út