fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2024 07:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan leitar nú logandi ljósi að mönnum sem frelsuðu fanga í Normandí í Frakklandi rétt fyrir hádegi í gær. Tveir fangaverðir voru skotnir til bana af fjórum grímuklæddum mönnum sem vopnaðir voru hríðskotabyssum.

Verið var að flytja fangann, Mohamed Amra, úr dómsal í Rouen þegar byssumennirnir réðust til atlögu þegar fangaflutningabíllinn var kyrrstæður við vegtollahlið. Amra þessi, sem fengið hefur viðurnefnið „Flugan“, var í haldi lögreglu vegna ofbeldisbrots og tengsla við skipulagða glæpastarfsemi.

Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir við BBC að lögregla leggi gríðarlega áherslu á að handsama Amra og mennina sem réðust til atlögu í gærmorgun. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir leita hópsins.

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Amra er þrítugur og sagður hafa tengsl við glæpahóp í suðurhluta frönsku borgarinnar Marseille. Hann var dæmdur fyrir innbrot þann 10. maí síðastliðinn og hafði einnig verið ákærður fyrir mannrán sem leiddi til dauða, en ekki er búið að kveða upp dóm í því máli.

Amra var í haldi í Val de Reuil-fangelsinu skammt frá Rouen og hafði hann komið fyrir dómara í tengslum við fyrrnefnt mannrán í gærmorgun þegar hann var frelsaður.

Hugues Vigier, lögmaður Amra, segir að honum sé brugðið vegna málsins og þess ofbeldis sem gripið var til í þeim tilgangi að frelsa hann. „Þetta kemur ekki heim og saman við það sem ég þekki af honum,“ sagði hann við BFMTV í Frakklandi í gær.

Franskir fjölmiðlar ræddu einnig við móður Amra sem segir að hún hafi ekkert vitað um málið uns hún heyrði af því í fréttum.

„Hann talar ekkert við mig. Hann er sonur minn en talar ekki við mig um neitt,“ sagði hún og bætti við að hún hefði heimsótt hann í nokkur fangelsi undanfarin misseri. Hún segist vera í áfalli vegna málsins í gærmorgun.

„Ég brotnaði saman og grét. Mér leið svo illa – hvernig er hægt að taka mannslíf á þennan hátt?“

Móðir hans gagnrýnir þó franska dómskerfið því hún segir að sonur hennar hafi flakkað á milli fangelsa og verið settur í einangrun reglulega. Honum hafði verið haldið í þremur mismunandi fangelsum vegna innbrotsins sem hann hlaut 18 mánaða dóm fyrir.

Amra hefur áður hlotið þrettán refsidóma, flesta fyrir minniháttar brot eins og akstur án ökuréttinda, þjófnað og fara ekki eftir tilmælum lögreglu. Fyrrnefnt mannrán sem leiddi til dauða manns gefur þó til kynna að hann hafi verið að færa sig upp á skaftið og verið í slagtogi með hættulegum mönnum. Umsátrið í gær undirstrikar það einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Talaði Trump af sér?