fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 04:05

Lidia Stepanivna. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

98 ára úkraínsk kona segist hafa gengið 10 km til að sleppa frá rússneska innrásarliðinu. Á göngu hennar lenti hún í skothríð frá Rússum. Hún notaði stafi til að styðjast við og svaf á jörðinni á leið sinni frá herteknu svæði yfir á svæði sem er á valdi Úkraínumanna.

Í myndbandi, sem úkraínska lögreglan birti nýlega, segir konan, sem heitir Lidia Stepanivna, að hún hafi gengið þessa leið án þess að hafa mat eða vatn með sér. Hún segist hafa dottið nokkrum sinnum en „persónuleiki“ hennar hafi haldið henni gangandi.

„Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af. Ég á ekkert en ég yfirgaf mína Úkraínu fótgangandi,“ segir hún í myndbandinu.

Hún yfirgaf heimili sitt í Ocheretyne í Donetsk og segir að stríðsrekstur Rússa í Úkraínu minni ekkert á það sem gerðist í síðari heimsstyrjöldinni. „Hús brenna og tré rifna upp með rótum,“ segir hún í myndbandinu að sögn Independent.

Á heimasíðu úkraínska innanríkisráðuneytisins kemur fram að úkraínskir hermenn hafi komið auga á Stepanivna að kvöldi til og hafi komið henni til aðstoðar og komið í umsjá lögreglunnar sem reyni nú að hafa uppi á ættingjum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“