fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Loft­mynd­ir af öllu Íslandi eru þegar til og það ættu að vera aug­ljós­ir hags­mun­ir rík­is­ins að þurfa ekki að vinna verk­efnið aft­ur,“ segir Karl Arnar Karlsson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Karl Arnar gerir það nýlegt viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í Morgunblaðinu að umtalsefni en þar var rætt við hann um nýafstaðið útboð á loftmyndatöku af Íslandi.

„Ráðherra mær­ir þar niður­stöður útboðsins en dreg­ur upp mynd sem stenst enga skoðun. Að bera kostnaðartöl­ur eins og ráðherra ger­ir vegna nú­ver­andi samn­ings við Loft­mynd­ir ehf. sam­an við niður­stöður útboðsins er al­gjör­lega út í hött því um gjör­ólíka hluti er að ræða. Ann­ars veg­ar er um að ræða kaup á þjón­ustu þar sem allt er innifalið en hins veg­ar illa skil­greinda óvissuferð á kostnað skatt­greiðenda sem eng­inn veit hvað kem­ur til með að kosta þegar upp er staðið. Eng­ar fjár­heim­ild­ir frá Alþingi eru til verks­ins og með öllu óljóst hvernig á að fjár­magna það.“

Mikil áhætta

Karl Arnar segir það misskilning að útboðið snú­ist um að taka nýj­ar loft­mynd­ir af öllu Íslandi.

„Þau er­lendu fyr­ir­tæki sem samið var við munu hafa hér viðveru í allt að þrjá mánuði á ári næstu þrjú árin og á þeim tíma verður reynt að mynda eins mikið og hægt er. Kannski verður ráðherra hepp­inn og ís­lensk sum­ur næstu árin verða ein­stak­lega veður­sæl en áhætt­an er mik­il og eft­ir­tekj­an gæti orðið rýr. Til sam­an­b­urðar tók það Loft­mynd­ir ehf. níu ár að klára að mynda allt Ísland.“

Karl vísar svo í skýrslu frá Landmælingum Íslands árið 2019 þar sem áætlað var að stofnkostnaður við að taka loftmyndir af öllu Íslandi væri á núvirði 700-750 millj­ón­ir og eft­ir það 160 millj­ón­ir á ári í viðhaldskostnað.

„Nú­ver­andi samn­ing­ur við Loft­mynd­ir ehf. kost­ar ríkið ár­lega minna en bara áætlaður viðhaldskostnaður af hinum nýja rík­is­grunni. Núna seg­ist ráðherra hafa fundið leið til að vinna verkið fyr­ir aðeins brot af þess­um kostnaði. Það ger­ir hann með því að bjóða aðeins út hluta verks­ins til að koma mál­inu af stað. Með sam­an­b­urði á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi við það sem boðið var út má öll­um vera ljóst að „díll­inn“ er súr og á end­an­um mun kostnaður rík­is­sjóðs verða um­tals­vert hærri en niður­stöður útboðsins gefa til kynna.“

Með grein Karls fylgir tafla þar sem sést, svart á hvítu, hver munurinn er á þjónustunni sem ríkið fær í dag og því sem til stendur að innleiða. Hann segir að fleira sé athugavert í málflutningi ráðherra.

„Hann legg­ur að jöfnu upp­hæðir með og án virðis­auka­skatts og tek­ur ekki með í reikn­ing­inn að er­lenda fyr­ir­tækið hef­ur enga starf­semi á Íslandi en inn­lend fyr­ir­tæki og starfs­fólk þess greiða hér skatta og gjöld. Ef tekið er til­lit til þess­ara atriða er nú­ver­andi þjón­ustu­samn­ing­ur mun hag­stæðari fyr­ir rík­is­sjóð en niður­stöður útboðsins.“

Varðar einnig öryggi Íslands

Karl segir að málið varði einnig ör­yggi Íslands og inn­lent viðbragð. Auk loft­mynd­anna sjálfra hafi Loft­mynd­ir ehf. unnið úr þeim mjög ná­kvæm hæðargögn fyr­ir allt Ísland sem notuð eru í mann­virkja­hönn­un og neyðar­stjórn­un. Sam­bæri­leg gögn séu ekki til ann­ars staðar. Ráðherra viti að slík gögn þurfi að vera til og gef­ur í skyn að það verði unnið síðar. Enginn viti hvað það kemur til með að kosta.

„Frá ár­inu 1996 hafa Loft­mynd­ir ehf. tekið loft­mynd­ir af öllu Íslandi sem all­ir geta skoðað á www.map.is. Tekn­ar eru mynd­ir með 20 cm upp­lausn af land­inu öllu og af yfir 90 þétt­býl­is­svæðum með 10 cm upp­lausn. Þess­um mynd­um er viðhaldið með reglu­bundn­um hætti og all­ar stofn­an­ir rík­is­ins, sveit­ar­fé­lög, orku­fyr­ir­tæki o.fl. hafa að þeim aðgang til allra sinna verk­efna. Í ný­legu útboði rík­is­ins stend­ur aðeins til að taka loft­mynd­ir með 10 cm upp­lausn af höfuðborg­ar­svæðinu, Akra­nesi og Kefla­vík en öðrum þétt­býl­is­stöðum sleppt. Fyr­ir­séð er að öðrum stöðum verður bætt inn síðar með ófyr­ir­séðum kostnaði.“

Karl er augljóslega ekki sáttur við þetta.

„Það er snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins. Stjórn­mála­flokk­ur ráðherra hef­ur hingað til gefið sig út fyr­ir að standa með einkafram­tak­inu en ekki berj­ast gegn því eins og í þessu máli. Íslend­ing­ar hafa fram að þessu verið í þeirri öf­undsverðu stöðu að hið op­in­bera hef­ur ekki þurft að fjár­festa í að safna loft­mynd­um en hef­ur tryggt sér af­not af þeim með lág­marks­kostnaði. Þessu vill sjálf­stæðismaður­inn Guðlaug­ur Þór nú breyta og rík­i­s­væða starf­sem­ina og skjóta þannig sterk­ari stoðum und­ir vöxt rík­is­bákns­ins.“

Karl segir að lokum að loftmyndir af öllu Íslandi séu þegar til og það ættu að vera augljósir hagsmunir ríkisins að þurfa ekki að vinna verkefnið aftur.

„Þrjá­tíu ára saga loft­mynda­töku sem í dag er öll­um opin á www.map.is er í óvissu og það er ábyrgðar­hluti að líta fram hjá mik­il­vægi þeirr­ar sögu. Fjár­hags­leg rök eins og eng­inn stofn­kostnaður, eng­in óvissa og allt landið til­búið ættu að duga til að ræða mögu­leika á sam­starfi en ráðherra stend­ur fast­ur fyr­ir í brúnni með kík­inn fyr­ir blinda aug­anu og svar­ar ekki er­ind­um um sam­tal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum