fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 2. maí 2024 14:00

Mestur hávaði heyrist þegar dróninn lendir í mótvindi. Mynd/AHA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimavinnandi íbúi í Laugardalnum greinir frá því á samfélagsmiðlinum Reddit að hann sé orðinn þreyttur á hávaða í drónum frá AHA. Eigandi AHA segir lítið suð í drónunum og aðfinnslur hafi verið sárafáar í þau sjö ár sem drónunum hefur verið flogið.

„Ég bý í Laugardalnum og vinn heima. Það gerist núna oft á dag að það flýgur sendingardróni frá AHA beint yfir þar sem ég bý. Þessu fylgir talsverð læti oft á dag,“ segir íbúinn. „Er þetta það sem koma skal að það munu vera háværir drónar fljúgandi yfir heimilum okkar þvers og kruss hvenær sem er dags?“

Gantast með teygjubyssur

Töluverðar umræður hafa skapast um þetta og ekki eru allir sammála. Sumir eru sammála um að drónaflugið sé hvumleitt en aðrir segja merkilegt hvað það heyrist lítið í þeim þegar þeir fljúga yfir.

„Þetta er það óþolandi að ég er að fara að hringja í Samgöngustofu á fimmtudaginn og spyrjast fyrir um hvort þetta sé bara djóklaust leyfilegt. Erum að sturlast á þessu,“ segir einn netverji í athugasemd við færsluna.

Gantast sumir um að skjóta þá niður með teygjubyssu.

„Þeir hafa flogið svoldið framhjá okkur en mér þykir eiginlega merkilegt hvað heyrist lítið í þessu miðað við stærð. Miklu meiri hávaði af flugumferð, bílum og verst af helvítis vespunum á göngustígunum,“ segir annar.

Minni hávaði og mengun en af bíl

Maron Kristófersson, eigandi AHA, brást við kvörtuninni og svaraði fyrir hönd fyrirtækisins. Segir hann að það sé ekki markmið fyrirtækisins að auka ónæði í borginni, heldur þverrt á móti minnka það. Hver afhending sé miklu hávaðaminni en dekkjanúningurinn af bíl í borgarlandinu. Þar að auki sé þetta öruggara, kosti mun minni rafmagnsnotkun en af rafmagnsbíl og rífi ekki upp neitt svifryk.

Maron Kristófersson eigandi AHA. Mynd/AHA

„Þetta er örlítið suð. Það er enginn truflandi hávaði af þessu. Þú heyrir miklu meira ef það fer þyrla eða flugvél yfir eða vespa fram hjá,“ segir Maron í samtali við DV.

Afar fáar kvartanir

Hann segir kvartanir hafa verið afar sjaldséðar. Í fyrra hafi kona komið með óformlega ábendingu til drónaflugmanna vegna þess að flugleiðin á þeim tíma hafi verið í beygju yfir húsinu hennar og dróninn hafði meiri hávaða í beygju. Þessu sé hins vegar löngu hætt.

Frá því að AHA byrjaði með sendingarnar, svokallaðar Himnasendingar, árið 2017 hafi engin formleg kvörtun borist til fyrirtækisins fyrr en nú og að hann best veit ekki til Samgöngustofu heldur. Tvær kvartanir bárust til lögreglu þegar sendingarnar voru að hefjast árið 2017 en síðan hefur mikið gerst í þróuninni. Nú er verið að keyra 9. útgáfu af flugkerfinu.

Standist hávaðareglugerð

Bendir hann á að flugið standist hávaðareglugerð að fullu leyti. Svo vel að það mætti í raun fljúga drónunum á nóttunni. Það sé þó ekki gert. Aðeins sé flogið á daginn, ekki snemma á morgnanna og ekki langt fram á kvöld.

Að sögn Marons er mest læti í drónunm þegar það er mikill mótvindur, eins og hafi verið undanfarna daga. Mest heyrist í þeim þegar þeir lenda. Almennt sé hljóðið mjög lítið en fyrirtækið skilji að það geti orðið hvimleitt þegar sífellt er flogið yfir sama staðinn. Þess vegna vilji AHA fá ábendingar á tölvupóstfangið himnasendingar@aha.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð