Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) fordæmir skemmdarverk á höggmyndinni Útilegumanninum eftir Einar Jónsson sem átti sér stað fyrir skömmu. Styttan var húðuð með gylltu efni.
Í yfirlýsingu sem SÍM sendi frá sér segir:
„SÍM fordæmir þær ítrekuðu skemmdir sem undanfarið hafa verið unnar á listaverkum í almannarými, nú síðast þegar ráðist var á Útilegumanninn eftir Einar Jónsson á svívirðilegan hátt.
Við skorum á stjórnvöld að taka málið til ýtarlegrar rannsóknar til að draga þá sem ábyrgir eru fyrir athæfinu fyrir rétt en jafnframt að fyrirbyggja að slíkt atferli geti endurtekið sig.
Hegðun sem þessi er ógn við öryggið í menningarsamfélagi.“