fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. maí 2024 04:04

ATACMS skotið á loft. Mynd:US Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og gefur að skilja þá hvílir oft á tíðum mikil leynd yfir vopnasendingum Vesturlanda til Úkraínu en sumt er ekki farið leynt með, til dæmis þegar Bandaríkjaþing samþykkir hjálparpakka til handa Úkraínu. Sá síðasti var samþykktur af þinginu þann 20. apríl eftir að hafa setið fastur þar mánuðum saman vegna andstöðu hluta þingmanna Repúblikana.

En þrátt fyrir að pakkinn sæti fastur í þinginu þá sendu bandarísk stjórnvöld Úkraínu vopn, þó ekki mjög mikið en samt sem áður vel nothæf. Þessu var haldið vel leyndu þar til nýlega.

Meðal þess sem Úkraínumenn fengu voru langdræg ATACMS-flugskeyti og virðist sem þeir hafi byrjað að nota þau um miðjan apríl. Þá virðist slíkum flugskeytum hafa verið skotið á rússneskan herflugvöll á Krímskaga.

Karsten Marrup, yfirmaður lofthernaðardeildar danska varnarmálaskólans, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þessi tegund flugskeyta geti dregið allt að 300 kílómetra og sé skotið frá bílum og því séu þau mjög hreyfanleg.

Hann sagði að þetta auki valmöguleika Úkraínumanna og um leið valdi þetta Rússum höfuðverk.  Hann sagðist sannfærður um að Úkraínumenn muni nota þessi flugskeyti til að ráðast markvisst á birgðastöðvar Rússa langt að baki víglínunni eða höfuðstöðvar hersins, þar sem herforingjar safnast meðal annars saman.

„Ef maður notar þau til árása á höfuðstöðvar eða þvíumlíkt, þá væri það frábært því rússneska hernum er stýrt frá toppnum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?