Zelenskyy sagði að þessi nýi hjálparpakki sendi sterk skilaboð um að landið hans verði ekki „annað Afganistan“.
„Með þessum pakka senda Bandaríkin þau skilaboð að þau standi með Úkraínu. Úkraína á nú möguleika á að sigra,“ sagði hann.
Zelenskyy sagði að Úkraína þurfi einna helst á langdrægum vopnum að halda og loftvarnarkerfum.
Þverpólitískur stuðningur var við hjálparpakkann í fulltrúadeildinni en hluti þingmanna Repúblikanaflokksins hafði haldið frumvarpinu í frosti mánuðum saman.