fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Lagði bílnum ólöglega og fékk ekki leigusamninginn endurnýjaðan

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð í máli sem maður nokkur beindi til nefndarinnar. Krafðist hann þess að viðurkennt væri að leigusala hans bæri að fallast á beiðni hans um framlengingu á leigusamningi þeirra á milli. Leigusalinn féllst ekki á beiðni mannsins á þeim grundvelli að hann hefði ítrekað lagt bíl sínum ólöglega við húsið þar sem íbúðin sem hann leigði er. Nefndin úrskurðaði leigusalanum í vil.

Nöfn leigusala og leigjanda hafa verið fjarlægð úr úrskurðinum en af samhengi úrskurðarins verður ekki betur séð en að umræddur leigusali sé leigufélag.

Í úrskurðinum segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 1. nóvember 2022 til 31. október 2023 um leigu mannsins á íbúðinni en ekki kemur fram í hvaða sveitarfélagi hún er. Um hafi verið að ræða endurnýjun á fyrri leigusamningi sem gilti frá 1. nóvember 2021 til 31. október 2022. Vildi leigjandinn meina að leigufélaginu hafi verið óheimilt að synja honum um aðra endurnýjun.

Leigjandinn sagði leigufélagið hafa gefið upp þá ástæðu fyrir synjuninni að hann hefði lagt bíl sínum ólöglega. Leigjandinn vildi meina að hann hefði neyðst til þess að gera það þar sem skortur væri á bílastæðum fyrir leigjendur við húsið. Sagðist leigjandinn ekki hafa fengið nein tækifæri til að andmæla synjuninni á endurnýjun leigusamningsins heldur fengið tölvupóst með ítrekun um að honum bæri að skila íbúðinni í lok október vegna ítrekaðra stöðubrota. Sagði leigjandinn enga rannsókn hafa farið fram á þessum meintu brotum og vildi meina að allir legðu ólöglega á einhverjum tímapunkti.

Hafi lagt ítrekað í sjúkrabílastæðið

Fram kemur í úrskurðinum að leigufélagið hafi í sjónarmiðum sínum vísað til þess að leigjandinn hafi fengið aðvörun í kjölfar þess að hann hafi lagt bifreið sinni ólöglega í stæði framan við húsið sem sé sérmerkt fyrir aðgengi sjúkra- og björgunarbíla. Tekið hafi verið fram við hann að atvikið yrði skráð í tölvukerfi leigufélagsins og gæti haft áhrif við umsókn um framlengingu á leigusamningi og að ítrekuð brot gætu leitt til uppsagnar á honum. Leigusamningurinn hafi verið framlengdur í ágúst 2022 þar sem leigjandinn hefði þá ekki aftur lagt bíl sínum ólöglega. Í mars 2023 hafi hann hins vegar lagt bílnum ólöglega við húsið og endurtekið brot sitt síðar í sama mánuði. Honum hafi þá verið bent á að ítrekuð brot gætu haft áhrif á stöðu leigusamningsins.

Leigufélagið segir að leigjandinn hafi um miðjan ágúst 2023 óskað eftir framlengingu á leigusamningnum en því hafi verið hafnað vegna ítrekaðra brota hans á reglum leigufélagsins. Leigjandinn hafi óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð en fengið svar þar sem höfnunin hafi verið rökstudd.

Í niðurstöðu Kærunefndar húsamála segir að þegar leigjandinn hafi óskað eftir framlengingu á leigusamningnum 14. ágúst 2023 hafi verið minna en þrír mánuðir eftir af leigutímanum, en samningurinn rann út 31. október 2023. Þar með hafi forgangsréttur hans til leigu á íbúðinni, á grundvelli húsaleigulaga, fallið niður.

Kröfu leigjandans um að viðurkennt væri að leigufélaginu hefði verið óheimilt að synja honum um endurnýjun á leigusamningnum var þar af leiðandi hafnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT