Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í nótt um vopnað rán á bíl, þar sem eiganda var ógnað með skotvopni. Bíllinn fannst síðar og fjórir menn sem eru grunaðir í málinu voru handteknir í heimahúsi.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, Þar segir einnig frá slysi á skemmtistað. Maður féll niður um sjö tröppur. Sjúkralið og lögreglu voru send á vettvang en ekki er vitað um ástand hins slasaða.
Eldur kviknaði í gaskút og grilli. Húsráðandi reyndi að slökkva eldinn með slökkvitæki en án árangurs. Slökkvilið kom á staðinn og slökkti eldinn.