fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Fréttir

Umboðsmaður barna vill ekki hækka kynferðislegan lágmarksaldur að svo stöddu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 21:00

Myndin er samsett. Mynd af Salvöru Nordal: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur veitt umsögn sína um frumvarp Gísla Ólafssonar, þingmanns Pírata, til breytinga á almennum hegningarlögum sem nú er til meðferðar á Alþingi og kveður meðal annars á um að kynferðislegur lágmarksaldur hér á landi verði hækkaður úr 15 árum í 18 ár. Salvör segir í umsögninni að ekki sé ráðlegt að hækka lágmarksaldurinn með þessum hætti án frekara samráðs við börn og heildstæðs mats á áhrifum breytinganna út frá réttindum barna og unglinga.

Í umsögninni segir að með þessari breytingu sem frumvarpið kveður á um yrðu kynferðismök við öll börn yngri en 18 ára gerð refsiverð, þrátt fyrir að lækka megi refsingu eða láta hana niður falla ef gerandi og þolandi séu á svipuðum aldri og þroskastigi.

Rifjar Salvör upp að árið 2007 hafi kynferðislegur lágmarksaldur verið hækkaður úr 14 árum í 15 ár. Við þá breytingu hafi verið vísað til rannsókna og viðhorfs barna og ungmenna sjálfra og hafi þær rannsóknir þótt leiða í ljós að íslensk börn byrji að jafnaði að stunda kynlíf um 15 ára aldur. Því hafi þótt rétt að kynferðislegur lágmarksaldur tæki mið af því, út frá sjónarmiðum um sjálfsákvörðunarrétt barna.

Salvör segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í greinargerð með frumvarpi Gísla um að auka þurfi réttarvernd 15-17 ára barna gagnvart kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðinna einstaklinga. Hún minnir á að Ísland hafi skuldbundið sig samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til að vernda börn gegn hvers kyns ofbeldi og kynferðislegri misnotkun.

Góð markmið en frekari undirbúnings þörf

Í umsögninni segir enn fremur að markmið frumvarpsins að auka réttarvernd 15-17 ára barna eigi rétt á sér. Engu að síður sé sú leið sem lögð er til með frumvarpinu, í því skyni að ná þessu markmiði, varhugaverð. Slík endurskoðun krefjist ítarlegri undirbúnings og taka þurfi þá mið að gagnreyndri þekkingu, upplýsingum og rannsóknum sem varpað geti skýrara ljósi á málefnið. Verði þar að taka sérstaklega mið af afstöðu og viðhorfi barna og ungmenna sjálfra til slíkra lagabreytinga.

Salvör segir að við gerð frumvarpsins hafi ekki verið haft samráð við börn sem sé miður. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skuli aðildarríki tryggja börnum sem myndað geti eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem þau varða, og skuli tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska.

Salvör minnir einnig á að börn hér á landi njóti þegar ákveðins sjálfsákvörðunarréttar áður en þau nái 18 ára aldri. Til að mynda verði þau sjálfstæðir þjónustuþegar innan heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur og ólögráða stúlkum sé heimilt að óska eftir þungunarrofi án samþykkis foreldra eða forsjáraðila, samkvæmt lögum um þungunarrof. Yrði endurskoðun á kynferðislegum lágmarksaldri þess vegna að taka mið af þeim veruleika og öðrum réttindum barna til sjálfsákvörðunar sem birtist víða í íslenskum lögum.

Mikil mótunarár

Þá telur Salvör að taka þurfi sérstaklega til skoðunar hvaða áhrif slíkar lagabreytingar, sem frumvarpið kveður á um, gætu haft á réttarvitund barna, sem og möguleg áhrif á viðhorf þeirra til eigin kynfrelsis. Ljóst sé að aldursbilið 15-18 ára séu mikil mótunarár í lífi unglinga og að talsverður þroskamunur geti verið á börnum á því aldursskeiði.

Í ljósi alls þessa segir Salvör að lokum í umsögn sinni að það sé sitt mat að ekki sé ráðlegt að hækka kynferðislegan lágmarksaldur án þess að samráð yrði haft við börn og heildstætt mat lagt á áhrif breytinganna út frá réttindum barna og unglinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“
Fréttir
Í gær

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi
Fréttir
Í gær

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann
Fréttir
Í gær

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt