fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Sigríður Hrund í viðtali við NBC – „Mikill heiður að vekja alþjóðlega eftirtekt fyrir orð sín og framgöngu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 09:35

Sigríður Hrund Pétursdóttir og þáttastjórnandinn Oni Aningo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi, var á dögunum í viðtali við fréttaveituna NBC í þáttaröðinni NBC Rising Woman THOUGHT LEADER. Um er að ræða þáttaröð þar sem rætt er við konur víða að úr heiminum sem þykja skara fram úr í sínum störfum í nýsköpun, hugmynda- og lausnasmíðum og hvatningu til grósku og framfara.

Í viðtalinu fór Sigríður Hrund yfir þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í síbreytilegu landslagi mikilvægra þátta bæði heima fyrir og á alþjóðasviðinu. Viðtalið tók á þeim áherslum sem Sigríður Hrund hefur sem forsetaframbjóðandi og hvaða áhrif hún gæti haft í embættinu til þess að styðja við þjóðina á einstökum óvissu- og þróunartímum, sem og hvernig Sigríður getur verið fyrirmynd fyrir aðra þjónandi þjóðarleiðtoga heimsins. Í því samhengi leggur Sigríður Hrund ávallt áherslu á tvo þætti, samvinnu og samstöðu.

„Það er mikill heiður að vekja alþjóðlega eftirtekt fyrir orð sín og framgöngu. Ég hef sótt alþjóðlegar ráðstefnur í nokkur ár og ávallt talað líkt og ég geri í dag. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli enda eru frjálsar, óháðar og sjálfstæðar konur sem láta til sín taka af skornum skammti á heimsvísu. Að vera ég sjálf, standa með mér og uppruna mínum þykir verðmætt, einstakt og fágætt og nú eftirtektarvert. Ég er afar stolt, auðmjúk og þakklát enda er mín vegferð farin fyrir okkur öll” segir Sigríður Hrund.

Hér má sjá brot úr viðtalinu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur