fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Var Guðni að senda RÚV skilaboð?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi áður en hann afhenti Kára Egilssyni verðlaun fyrir útnefningu hans sem bjartasta vonin. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona fullyrðir í færslu á Facebook-síðu sinni að forsetinn hafi í ávarpi sínu látið RÚV heyra það fyrir að ákveða að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þrátt fyrir áskoranir um að gera það ekki í ljósi þess að Ísrael verði meðal þátttökuþjóða. Guðni minntist þó ekki beint á söngvakeppnina í ávarpinu.

Steinunn Ólína skrifar í færslu sinni um ræðu forsetans:

„Tók af allan vafa um hvort þátttaka í Eurovision er viðeigandi að þessu sinni. Hvernig fólk hagar sér á stríðstímum skiptir nefnilega máli. Ætlum við að láta eins og ekkert sé eða í ljósi aðstæðna standa með bræðrum okkar og systrum sem fallin eru eða þjást. Ræðan rassskelti duglega stjórn RUV, yfirmann stofnunarinnar og alla þá sem álíta það viðurkvæmilegt að vera í grínbandalagi við þjóðir sem skipulega útrýma nágrannaþjóð sinni.“

„Ég hef held ég aldrei heyrt Guðna tala af jafn miklum þunga og í þessari ræðu og mér þótti vænt um að heyra hann tjá sig á þennan hátt.“

List og pólitík

Eins og áður segir minntist Guðni ekki beint á þátttöku Íslands í söngvakeppninni þeetta árið en ræddi um hvernig list og pólitík geta blandast saman og rifjaði, eins og sagnfræðings er von og vísa, upp sögulegt dæmi um slíkt:

„Og auðvitað er það svo að það getur hæglega gerst að tónlist og hvers kyns afþreying renni saman við eða fari inn á hið pólitíska svið. Komið þið með mér til 1. september 1958. Bresk herskip ösluðu inn í íslenska landhelgi, fyrsta þorskastríðið var hafið. Degi síðar samkvæmt dagskrá Ríkisútvarpsins átti að flytja að kvöldi drottningaróð, Homage to the Queen, eftir Bretann Malcom Arnold: „Nei, ekki aldeilis, eftir þessa innrás.““

„Það var slegið af og í staðinn hetjusinfónía Beethovens. Nú kannski væri hægt að finna dæmi nær okkur í tíma um hvernig tónlist og pólitík blandast saman en þetta væri þá ekki staðurinn eða stundin til þess. Kannski gef ég mér tíma einhvern tímann seinna í það.“

Því næst snéri Guðni sér að því að tala um Kára Egilsson.

Hvort með þessum orðum sínum hafi hann verið að senda RÚV skilaboð verða lesendur að meta sjálfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?