fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 08:00

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir Rússar muni senda hermenn og hergögn að finnsku landamærunum vegna inngöngu Finna í NATÓ.

Þetta segir hann í stóru viðtali við rússnesku ríkisfréttastofuna RIA og ríkissjónvarpsstöðina Rossyia-1. Hann segir einnig að innganga Finna og Svía í NATÓ sé „tilgangslaust skref“.

„Þetta er algjörlega tilgangslaust skref (fyrir Finnland og Svíþjóð, innsk. blaðamanns) út frá sjónarhorninu um að tryggja þjóðarhagsmuni sína. Við vorum ekki með hersveitir þar (við finnsku landamærin, innsk. blaðamanns) en nú verða þeir þar. Það voru ekki vopnakerfi þar, nú verða þau þar,“ sagði Pútín.

Finnar fengu aðild að NATÓ í apríl á síðasta ári en Svíar í síðustu viku.

Finnland á 1.340 km löng landamæri að Rússlandi.

Pútín segir einnig í viðtalinu að Rússar séu reiðubúnir til að beita kjarnorkuvopnum ef fullveldi landsins sé ógnað og að þeir hafi aldrei haft neina þörf fyrir að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað