fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Harmleikurinn á Nýbýlavegi – Fimmtug kona í gæsluvarðhald – „Hann var yndislegur strákur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Línur hafa ekki skýrst mikið í harmleiknum á Nýbýlavegi en þó hafa nýjar upplýsingar komið fram. Eins og DV greindi ítarlega frá í gær var kona handtekin í íbúðahúsi að Nýbýlavegi í gærmorgun vegna andláts sex ára drengs.

Í nýrri tilkynningu frá lögreglu segir að konan hafi verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald:

„Kona um fimmtugt var í gærkvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti sex ára barns í Kópavogi í gærmorgun.

Rannsókninni miðar vel, en um afar viðkvæmt mál er að ræða og mun lögreglan ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu.“

Sjá einnig: Hvað vitum við um harmleikinn á Nýbýlavegi? – Faðirinn kvaddi látinn son sin

DV er ekki kunnugt um tengsl konunnar við drenginn.  Faðir drengsins er rétt tæplega fimmtugur en hann tjáði sig stuttlega um harmleikinn í gær á samfélagsmiðlum þar sem hann bað til æðri máttarvalda um frið og miskunn til handa fallegum syni sínum. Í örstuttu spjalli við DV í morgun þakkaði faðirinn fyrir samúðarkveðju og sagði einfaldlega: „Þetta er mjög erfitt.“ – Hann var ekki tilbúinn að svo stöddu að tjá sig nánar um málið.

Áfallateymi virkjað í Álfhólsskóla

Látni drengurinn stundaði nám í Álfhólfsskóla, samkvæmt heimildum RÚV. Í fréttinni kemur fram að áfallateymi hafi verið virkjað í skólanum vegna málsins:

„Skólastjóri Álfhólsskóla sendi foreldrum barna í skólanum bréf í morgun þar sem fram kemur að drengurinn sem lést hafi verið nemandi í fyrsta bekk. Þar segir að áfallateymi skólans hafi verið virkjað og foreldrar nemenda 1. bekkjar upplýstir sérstaklega. Á morgun og næstu daga muni áfallateymi skólans vinna sérstaklega með nemendur 1. bekkjar og aðra þá nemendur og starfsmenn sem þess þurfa.“

Fyrir liggur að faðir drengsins er frá Írak. Í þjóðskrá er hann skráður til heimilis í húsinu við Nýbýlaveg. Samkvæmt heimildum DV eru allir íbúar í íbúðinni sem um ræðir erlendir en ekki er vitað um fjölda þeirra né aldur. Alls fjórar íbúðir eru í húsinu og í hinum þremur íbúðunum búa Íslendingar.

Vinir og foreldrar harmi slegnir

Samkvæmt heimildum DV mun látni drengurinn hafa verið vinsæll og elskaður af börnum í nærumhverfi hans. Sem von er þá eru mörg börn í árgangi sex ára barna í Álfhólsskóla harmi slegin. Hið sama má segja um foreldra þeirra. „Við erum dofin,“ segir eitt foreldri í samtali við DV. „Hann var yndislegur strákur.“

 

Fréttinni hefur verið breytt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun