fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Skorað á Lilju Alfreðsdóttur að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. janúar 2024 15:30

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta áskorunin um forsetaframboð er komin fram, virtur hæstaréttarlögmaður, Sævar Þór Jónsson hjá Lögmannstofunni Sævar Þór & Partners, og rithöfundur (Barnið í garðinum 2021) telur Lilju vera fýsilegan kost í embættið.

Guðni Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu í dag að hann hyggðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs í forsetakosningum sem haldnar verða næsta sumar. Guðni var kjörinn forseti árið 2016 og var endurkjörinn árið 2020.

Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Í heildina hefur hún ekki verið umdeild í ráðherraembættum sínum en hún var utanríkisráðherra 2016 til 2017, mennta- og menningarmálaráðherra 2017-2021, viðskipta- og menningarmálaráðherra 2021-2022 og menningar- og viðskiptaráðherra síðan 2022.

Sævar Þór ritar eftirfarandi færslu um málið á Facebook:

„Guðni hefur staðið sig vel í þessu embætti og er samkvæmur sjálfum sér þar sem hann ætlaði sér aldrei að vera of lengi í því. Það er missir af honum en að mínu mati er kominn tími á að fá aftur konu á Bessastaði. Eflaust eiga margir eftir að máta sig við starfið en að mínum mati væri ekki slæmt að fá hana Lilju Alfreðsdóttur í þetta embætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað