fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Brottrekstur Kristjáns – Engin svör berast frá Endurmenntun HÍ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 14:19

F.v.: Halla Jónsdóttir, Kristján Hreinsson og Jóhanna Rútsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur rúmlega undanfarinn sólarhring reynt að fá svör frá stjórnendum Endurmenntunar Háskóla Íslands varðandi riftun á samstarfi við Kristján Hreinsson sem leiðbeinanda hjá stofnuninni.

Kristján hefur undanfarin ár haldið námskeið í skáldsagnaritun við Endurmenntun en hann greindi frá því í gær að samstarfinu hefði verið rift vegna umdeilds pistils eftir hann sem tengist transmálefnum.

Sjá einnig: Kristjáni sagt upp hjá Endurmenntun HÍ vegna ummæla um trans fólk

Í pistlinum umdeilds sagði Kristján meðal annars:

„Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“

Einnig þetta:

„Aumingjavæðingin er hættuleg. Umburðarlyndið er skaðlegt þegar kemur að viðurkenningu duttlunga og komplexa. Við erum í raun og veru að svipta fólk rétti til mannsæmandi lífs með því að sýna tvöfalt siðgæði í formi hins falska samþykkis.

Samfélagið er að bregðast með því að sýna öryggisnet sem er fullkomlega glatað. Við ýtum undir fordóma með því að taka þátt í vitleysunni.

Hið versta við öll þessi minnihlutaréttindi er að þau skapa fordóma og gera í öllum tilvikum illt verra.

Ástæðan er sú að öll þessi svokallaða barátta er reist á viðurkenndri heimsku, fölskum forsendum og gagnkvæmum misskilningi.“

Kristján neitaði því að hann hafi verið að ráðast á trans fólk með pistli sínum en sagðist hafa verið að gagnrýna umræðuhefð:

„Fólk hefur ákveðið að skilja orð mín sem árás á tiltekinn hóp. En í þeirri árás hef ég engan þátt tekið. Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þykja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“

Því skal haldið til haga að mörgum misbauð pistill Kristjáns, hvort sem það var með réttu eða röngu, en hins vegar hafa margir lýst yfir óánægju með uppsögnina. Meðal annars segir Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur og prófessor emeritus: „Háskóli Íslands þarf að gæta sín betur, segi ég eftir öll þessi ár þar innan búðar.“

Einar Gautur Steingrímsson lögmaður segir: „McCarthy tímabil er runnið upp á Íslandi. Fólk missir vinnu fyrir ímyndaðar sakir í rétttrúnaðaræði sem runnið er á fólk. Flestir sem segja fólki upp eru þó ekki hugsjónarmenn heldur hugleysingjar sem þora ekki öðru.“

Hins vegar segir baráttukjonan Arna Magnea Danks: „Tilvera og tilvist fólks er ekki skoðun. Það að ýta undir jaðarsetningu, fáfræði, fordóma og hatur gegn hópi fólks er engum sæmandi, síst af öllum einstaklingum sem vinna við að uppræta fáfræði í formi menntunar. Það að fólk í forréttindastöðum sem vilja marsera í takt við hatur, uppdubbað sem tjáningarfrelsi, sé nú reitt yfir að hreinlega geta ekki haldið áfram að vera níðingar á leikskólalóð lífsins, skiptir bara engu máli. Tjáningarfrelsi þýðir frelsi allra, en ekki bara sumra og þegar þið ráðist að tjáningarfrelsi og tilverurétti hóps fólks, þá ætti engum að undra að slíkt hatur virki sem tvíeggja sverð sem snýst í höndum þeirra sem beita því. Stundum væri bara betra fyrir suma að þegja og vera álitin heimsk, frekar en að hamra sem vitstola væru á lyklaborð eigin fordæmingar og taka af allan vafa.“

Rekinn í miðju námskeiði

Samkvæmt heimildum DV stóð námskeiðsönn Kristjáns í skáldsagnaskrifum við Endurmenntun HÍ enn yfir er hann var rekinn og hefur hann beðið um að fá að ljúka námskeiðinu nemendum að kostnaðarlausu áður en hann kveðjur stofnunina endanlega.

Einnig hefur DV upplýsingar um að Kristján eigi að fá frekari svör um brottrekstur sinn á fimmtudaginn sem og svar við beiðni um að fá að ljúka námskeiðinu.

Engin svör til fjölmiðla

DV sendi Höllu Jónsdóttur, endurmenntunarstjóra HÍ, fyrirspurn í tölvupósti í hádeginu í gær og óskaði eftir skýringum á ákvörðuninni um að rifta samstarfinu við Kristján. Þeim pósti hefur ekki verið svarað. Símtal í stofnunina í morgun leiddi í ljós að Halla er erlendis. Ekki barst sjálfvirkt svar úr tölvupóstfangi hennar um slíkt.

DV hafði í kjölfarið samband við Jóhönnu Rútsdóttur, náms- og þróunarstjóra, og bauðst hún til að fá tölvupóstinn framsendan. Það var laust eftir kl. 9 í morgun. Á þriðja tímanum í dag höfðu engin svör borist og ekki náðist aftur í Jóhönnu í síma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

DV hefur sent fyrirspurn um málið til Jóns Atla Benediktssonar, háskólarekstors. Hann er erlendis og hefur ekki svarað.

Fjölmargir blaðamenn af öðrum fjölmiðlum voru í sambandi við Kristján vegna málsins í gær og má slá því föstu að einhverjir þeirra hafi reynt að ná sambandi við stjórnendur Endurmenntunar auk DV. Engin viðbrögð Endurmenntunar í málinu hafa hins vegar birst í fjölmiðlum í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu