fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Þær berjast, taka áhættu og fórna – því miður -lífi sínu fyrir það“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 06:50

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Vladímír Pútín sendi her sinn inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári hefur konum í úkraínska hernum fjölgað hratt.

Þetta kemur fram í færslu úkraínska varnarmálaráðuneytisins á Telegram. Segir að rúmlega 60.000 konur komi nú að vörnum landsins á einn eða annan hátt. Rúmlega 42.000 þeirra eru sagðar hafa skráð sig að eigin frumkvæði í herinn.

„Þessi tala fer síhækkandi því vegna innrásar Rússa hefur mikill fjöldi úkraínskra kvenna gengið til liðs við her landsins,“ segir í færslunni.

Aukningin á einnig rætur að rekja til „töluverðra breytinga“ á löggjöf landsins en þær gera að verkum að nú mega konur ganga í herinn og berjast.

„Þær verjast jafn vel og karlar, berjast, taka áhættu og fórna – því miður – lífi sínu fyrir það,“ segir í færslunni.

„Þær eru fyrirmynd hugrekkis og staðfestu fyrir allan heiminn!“

Ekki er vitað hversu margar konur berjast í fremstu víglínu en um miðjan maí sagði Yveheniia Kravchuk, þingkona, í samtali við CNN að um 5.000 konur væru í úkraínskum bardagasveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri