fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Fimm þúsund börn, á hverju ári, nýta ekki rétt sinn til gjaldfrjálsra tannlækninga

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 3. júní 2023 10:00

Barn í tannréttingum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í liðinni viku fundaði Velferðarnefnd Alþingis. Meðal dagskrárefna, samkvæmt fundargerð, var þingsályktunartillaga sem þingflokkur Samfylkingarinnar lagði fram í september síðastliðnum. Kveður tillagan á um að tannréttingar barna verði gerðar gjaldfrjálsar og heilbrigðisráðherra verði falið að leggja fram frumvarp þess efnis eigi síðar en í maí 2023. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga.

Meðal þeirra aðila sem sendu umsögn um þingsályktunartillöguna er Tannlæknafélag Íslands. Í umsögninni kemur fram að félagið styðji tillöguna eindregið. Um sé að ræða mikið réttlætismál. Tannréttingar barna séu hluti af heilsufari þeirra og lýðheilsu sem stjórnvöldum beri að huga mun betur að. Sé tannréttingum ekki sinnt geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigði og sjálfsmynd viðkomandi barns.

Í umsögninni segir einnig að tannréttingar barna á Íslandi séu ekki niðurgreiddar nema að litlu leyti og því sé ljóst að efnaminni fjölskyldur geti ekki oft leyft sér að fara með börn sín í tannréttingameðferð. Það feli í sér óásættanlega mismunun.

Samkvæmt Tannlæknafélaginu er komin góð reynsla á samninga um gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir börn. Innleiðingu gjaldfrjálsra tannlækninga fyrir börn lauk að fullu í upphafi árs 2018 en þó ber að taka fram að greiða þarf árlegt 2.500 króna komugjald. Segir í umsögninni að tannheilsa barna á Íslandi hafi batnað mikið eftir að þessir samningar voru innleiddir.

Tannlæknafélagið vekur í umsögninni athygli á því að árlega séu um 5000 börn sem nýti ekki rétt sinn til gjaldfrjálsra tannlækninga. Ýmsar ástæður geti verið fyrir slíku en stjórnvöldum og tannlæknum beri að ná til þessara barna eða eins og segir í umsögninni:

„Um er að ræða skýlausan rétt barns til heilbrigðisþjónustu /tannlækninga sem er í raun ekki virtur.“

Lýsir félagið sig reiðubúið til að ræða þetta mál við velferðarnefnd.

Undir umsögnina skrifar formaður félagsins, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir tannlæknir.

DV hefur leitast eftir því að spyrja Jóhönnu nánar út í þessa staðreynd að 5000 börn nýti ekki þennan rétt sinn til gjaldfrjálsra tannlækninga en svör hafa enn sem komið er ekki borist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka