fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Sema Erla hvetur fimmmenningana til að losna við ævarandi skömm – „Ykkar er valið. Ykkar er samviskan. Ykkar er orðsporið “

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. júní 2023 17:30

Sema Erla og Jökull söngvari Kaleo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, aðjúnkt við Háskóla Íslands og stofnandi Solaris, skrifar opið bréf til hljómsveitarinnar Kaleo vegna fyrirhugaðra tónleika þeirra í borginni Ra´anana í Ísrael þann 22. júní. 

„Eftir 10 daga munu þið, meðlimir hljómsveitarinnar Kaleo; Jökull, Ruben, Davíð, Daníel og Þorleifur, koma fram á tónleikum í aðskilnaðarríkinu Ísrael. Sviðið sem þið munuð stíga á til þess að skemmta fólki, Ra’anana Park Amphitheatre, er byggt á rústum fjögurra palestínskra samfélaga. Á því landsvæði sem þetta svið stendur nú á (meðal annars) voru þorp þar sem palestínsk samfélög bjuggu. Þúsundir íbúar Palestínu sem voru hraktir á flótta frá heimili sínu og heimalandi af ísraelskum stjórnvöldum sem jöfnuðu þorpin við jörðu og byggðu þar landræningjabyggðir. Samfélög sem ísraelsk stjórnvöld þjóðernishreinsuðu, þeirra á meðal þorpið Tabsur,“ segir Sema Erla og spyr meðlimi sveitarinnar hvers virði æra þeirra sé.

Sjá einnig: Skora á Kaleo að hætta við tónleikana í Ísrael – „Við hvetjum ykkur til þess að taka afstöðu gegn stríðsglæpum“

„Þið, strákar, munuð bókstaflega syngja og dansa á stolnu landi, í landræningjabyggð. Þið munuð skemmta á rústum palestínskra heimila, sem lifandi fólk syrgir enn,“ segir Sema Erla og segir fimmmenningana, ef þeir haldi sig við tónleikana, fara í sögubækurnar sem hljómsveit sem studdi og hagnaðist af nýlendustefnu og landráni ísraelskra stjórnvalda, sem hljómsveit sem tók þátt í hvítþvotti á þjóðernishreinsun ísraelsríkis á Palestínu.

Sema Erla ber tónleikana saman við að hafa spilað á tónleikum í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar í landi og spyr meðlimi Kaleo hvort þeir hefðu gert það.

„Það er ekki of seint að hætta við að skemmta á rústum Palestínu og losna við ævarandi skömm. Það er ekki of seint að þvo hendur sínar af meðvirkni, hræsni og hvítþvotti og hætta við tónleikana eins og listafólk um allan heim hefur gert og gerir enn. Það verður hins vegar of seint að þvo hendur sínar af því að hafa dansað á rústum þjóðernishreinsaðra þorpa eftir á.“ 

Sema Erla segir meðlimi Kaleo meðvitaða um stöðuna, búið sé að upplýsa þá um hana þeir hunsi beiðnir um samtök og eyði óþægilegum auglýsingum af samfélagsmiðlum.

Bendir Sema Erla á að 700 aðdáendur sveitarinnar, listafólk og aðrir áhyggjufullir einstaklingar á Íslandi og um allan heim hafi hvatt þá til þess að hætta við tónleikana og ganga til liðs við þúsundir listafólks um allan heim sem neitar að koma fram í ísrael þar til stjórnvöld þar í landi láta af stríðsglæpum og virða mannréttindi palestínsku þjóðarinnar.

„Ykkar er valið. Ykkar er samviskan. Ykkar er orðsporið. Lifi frjáls Palestína!“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi