fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Berlín í Þýskalandi hefur hafið rannsókn á tónlistarmanninum Roger Waters eftir að hann klæddist nasistabúningi á tónleikum þar í borg. Waters gagnrýnir rannsókn lögreglunnar og segir hana pólitíska. Í Þýskalandi er ólöglegt að bera nasistamerki eins og hakakrossa og merki SS-sveitarinnar, undantekningar eru leyfðar sé slíkt gert í fræðilegum eða listrænum tilgangi.

Waters, sem er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Pink Floyd, kom fram á tónleikum í Mercedes Benz-höllinni fyrr í mánuðinum. Brá hann sér í líki persónunnar Pink úr rokkóperunni The Wall, íklæddur svörtum leðurjakka og bar hann rautt armband með tveimur hömrum í kross, sem minnir um mjög á hakakross. Auk þess tók Waters sér gerviriffil í hönd og skaut að áhorfendum.

Talsmaður lögreglunnar í Berlín segir að túlka megi klæðaburð Waters þannig að hann sé að vegsama eða réttlæta ógnarstjórn og ofbeldi nasista og raski það almannafriði.

Waters sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hann segir að honum þyki miður að sviðsframkoma hans hafi leitt til ófrægingarherferða og þöggunar í hans garð. Hann segir að framkoma hans hafi verið til fordæmingar fasisma og hann hafi brugðið sér í gervi fasísks foringja á sviði frá árinu 1980. Á sviðinu birti hann einnig nöfn gyðinga sem myrtir voru í helför nasista, þar á meðal nafn Önnu Frank.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist slíkum búningi á sviði. Í atriði í kvikmyndinni The Wall, sem byggir á samnefndri plötu Pink Floyd, ímyndar persónan Pink sér að hún sé einræðisherra á fasistasamkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka