fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Fréttir

Rússar hafa stigið á bensíngjöfina og Úkraínumenn óttast nýja taktík þeirra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 06:50

Frá Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa hert árásir sínar með flugskeytum og drónum á úkraínskar borgir og bæi að undanförnu. Úkraínumönnum hefur tekist vel upp við að verjast þessum árásum og hafa náð að skjóta flest flugskeytanna og drónana niður.

Sérfræðingar telja að þessar hertu árásir megi rekja til þess að Rússar eiga von á að Úkraínumenn hefji gagnsókn fljótlega í austurhluta landsins. Telja þeir að Rússar séu með þessu að reyna að valda miklu álagi á úkraínskar loftvarnarsveitir og ganga á birgðir þeirra.

Ef það tekst, þá verður rússneski flugherinn í betri stöðu til aðgerða þegar fyrirhuguð sókn Úkraínumanna hefst.

Serhij Popko, yfirmaður herstjórnarinnar í Kyiv, segir að þessi taktík Rússa sé tilraun þeirra til að valda miklu álagi á úkraínsku loftvarnarkerfin og til að leggja sálfræðilegan þrýsting á almenna borgarar. Það mun þeim ekki takast skrifaði hann á Telegram.

Eins og fyrr sagði hefur Úkraínumönnum gengið vel að verjast þessum árásum og tjón af þeirra völdum er ekki mikið. Hafa vestræn loftvarnarkerfi reynst vel og náð að skjóta flest flugskeytin og drónana niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga