fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 15:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. apríl næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í máli gegn manni sem ákærður er fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn stúlkubarni.

Í ákæru héraðssaksóknara, sem DV hefur undir höndum, er ekki gefinn upp aldur brotaþolans en ljóst er af samhengi að hún var ekki eldri en 13 ára þegar brot hófust árið 2019. Ekkert er vitað um aldur hins ákærða.

Meint brot voru framin árin 2019, 2020 og 2021. Ekki er um að ræða nauðgun heldur kynferðislega áreitni í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat, sem og í bíl mannsins.

Ákæruliðirnir eru fjórir. Í fyrsta lagi er maðurinn sakaður um að hafa sent stúlkunni mynd af getnaðarlim sínum, „en með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi hennar og sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi,“ segir í ákæru. Þetta mun hafa gerst árið 2019.

Maðurinn er enn fremur sakaður um að hafa á árunum 2019 og 2020 í gegnum Snapchat „aflað sér kynferðislegs myndefnis af barni, en ákærði fékk A til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir af henni sjálfri, áður en hún náði 15 ára aldri.“

Í þriðja lagi er hann sakaður um að hafa viðhaft klúrt, lostugt og óviðeigandi orðbragð við stúlkuna í gegnum Snapchat á árunum 2019-2021.

Í fjórða og síðasta lagi er maðurinn sakaður umað hafa að næturlagi í júlí árið 2020, í bíl  sínum, á fáförnum vegi, beðið stúlkuna um að kyssa sig. Segir héraðssaksóknari að í þeirri háttsemi hafi falist kynferðisleg áreitni sem hafi verið til þess fallin að valda stúlkunni ótta.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Farið er fram á miskabætur fyrir hönd stúlkunnar upp á 1,8 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“