fbpx
Sunnudagur 19.mars 2023
Fréttir

Rússneskir ríkisfjölmiðlar gleðjast – Nú hrynur efnahagskerfi Vesturlanda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. mars 2023 07:00

Vladimir Solovyov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrun bandaríska Silicon Valley Bank virðist gleðja suma Rússa mjög. Að minnsta kosti er fréttin af hruni bankans notuð til að segja Rússum að efnahagur Vesturlanda sé rústir einar.

Vladimir Solovyov, sem stýrir vinsælum umræðuþætti í sjónvarpi, hefur síðustu kvöld flutt Rússum útgáfu Kreml af heimsfréttunum, eins og hann gerir í hverri viku. Fyrr í vikunni sagði hann áhorfendum að nú væri hann með góða frétt. „Hver bandaríski bankinn á fætur öðrum neyðist til að loka,“ sagði hann og bætti við að þrír hafi farið á hausinn á síðustu dögum. En hann lét ekki þar við sitja og sagði að samkvæmt mati sérfræðinga væru að minnsta kosti tíu í viðbót á hættusvæði.

Fréttin um hrun Silicon Valley Bank er sem sagt notuð til að segja Rússum að Vesturlönd standi á brún fjármálakreppu.

Enskumælandi sjónvarpsstöðin RT sagði til dæmis að „hin bandaríska bankakreppa geti leitt til hruns vestræna fjármálakerfisins, og Pravda skrifaði að „hrunið grafi undan bandaríska bankakerfinu á heimsvísu“.

Tsargrad, sem er öfgaþjóðernissinnaður miðill, sagði landsmönnum hversu heppnir þeir séu að landið sé nánast sambandslaust við alþjóðlega fjármálakerfið vegna stríðsins í Úkraínu. Muni hrunið því aðeins hafa óbein áhrif á Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frosti segist hafa afhjúpað Eddu Falak – Segir hana ljúga til um starfsreynslu sína, beiti hótunum og andlegu ofbeldi

Frosti segist hafa afhjúpað Eddu Falak – Segir hana ljúga til um starfsreynslu sína, beiti hótunum og andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar sagðir senda Írönum vopn sem þeir komast yfir á vígvellinum

Rússar sagðir senda Írönum vopn sem þeir komast yfir á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar aðgerðir – Bílar ölvaðra ökumanna sendir til Úkraínu

Nýjar aðgerðir – Bílar ölvaðra ökumanna sendir til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ummæli talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins vekja athygli – Segir valdabaráttu eiga sér stað í Kreml

Ummæli talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins vekja athygli – Segir valdabaráttu eiga sér stað í Kreml