fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Sema Erla tjáir sig um dóminn yfir Margréti – Segir hana hafa áreitt sig frá árinu 2014

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 19:32

Sema Erla Serdar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ágúst árið 2018 fór ég til lögreglunnar til þess að kæra konu fyrir hótanir, líkamsárás og hatursglæp eftir að hún réðst á mig með svívirðingum, morðhótunum og líkamlegu afli fyrir utan veitingastað í Reykjavík. Nú, næstum hálfum áratug síðar(!), hefur konan verið sakfelld fyrir líflátshótanir og dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi!“ segir Erma Erla Serdar í pistli á Facebook-síðu sinni. Fyrr í dag var Margrét Friðriksdóttir sakfelld fyrir líflátshótun gegn henni fyrir utan veitingastaðinn Benzin Cafe við Grensásveg sumarið 2018.

Sjá einnig: Margrét sakfelld fyrir líflátshótun

Margrét veittist að Semu Erlu er hún steig út úr bíl fyrir utan veitingastaðinn og var hún sakfelld fyrir svohljóðandi líflátshótun: „Ég drep þig fokking ógeðslega tíkin þín“ eða „Im gonna kill you, you fucking bitch.“ Í ákæru segir að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá Semu Erlu ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð.

Fyrir dómi kvaðst Margrét hafa orðið reið þar sem Sema Erla hefði, í gegnum símtal, látið vísa henni og kærasta hennar út af staðnum. Hafi hún verið á leiðinni á staðinn ásamt sex öðrum manneskjum. Þennan framburð mat dómari ekki trúverðugan en telur að Sema Erla hafi ekki vitað að Margrét væri á staðnum er hún kom þangað sjálf:

„Af útprentunum af samskiptamiðlum sem liggja frammi í málinu verður ekkert ráðið sem réttlætt getur háttsemi ákærðu eða gert hana refsilausa. Þvert á móti verður af þeim ráðið að ákærða hafi um langt skeið látið ýmis óviðurkvæmileg orð falla um brotaþola. Þá bendir framburður vitna fyrir dóminum ekki til þess að ákærða hafi haft ástæðu til að telja sér ógnað. Brotaþoli virðist ekki hafa vitað af því að ákærða væri á staðnum og framburður ákærðu um að brotaþoli hafi komið ásamt mörgum konum virðist ekki eiga við rök að styðjast. Þá verður ráðið af framburði vitna að brotaþoli hafi verið róleg og reynt að fá ákærðu til að stilla sig en ákærða hafi hins vegar verið æst og jafnvel verið orðin það inni á veitingastaðnum áður en hún hitti brotaþola.“

Segir langan málsmeðferðartíma óþolandi

Sema Erla segir í pistli sínum að ólíðandi sé hvað ofbeldismál taki langan tíma í ferli sínu í kerfinu. Það auðveldi gerendum að halda áreiti sínu áfram þegar þeir eru ekki boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglu í langan tíma eftir að brot hefur verið kært. Ennfremur segir Sema Erla að vanþekking sé innan lögreglunanr á hatursglæpum og hatursorðræðu:

„Það er ólíðandi að ofbeldismál séu árum saman í kerfinu. Það er fóður fyrir frekara áreiti og ofbeldi þegar gerandi er ekki boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu í næstum eitt og hálft ár. Að það gleymist að bjóða brotaþola að leggja fram bótakröfu (ekki í fyrsta skipti). Dómskerfi sem þvingar þolendur til þess að mæta gerendum sínum í dómssal og sæta frekara áreiti.

Vanþekking á hatursglæpum og hatursorðræðu og áhrifum þess innan lögreglunnar og réttarkerfisins, sem birtist meðal annars í því að skýrslutaka yfir geranda tók eina mínútu samkvæmt gögnum máls og ekki var litið til fyrri samskipta þegar málið var fyrst látið falla niður (ég fór með bunka af útprenntuðum ummælum þegar ég gaf skýrslu). Skortur á skilgreiningu á hatursglæpum í almennum hegningarlögum, sem umrædd kona gerist vissulega sek um, en erfitt er að ákæra fyrir ef það er ekki til í lögum?“

Fagnar því að Margrét hafi loksins verið látin sæta ábyrgð

Hvað sem öllu líður fagnar Sema Erla dómnum yfir Margréti og hún segir að réttlætið hafi sigrað, að minnsta kosti að einhverju leyti:

„Þetta og margt annað í tengslum við þetta mál þarf að ræða og það verður örugglega gert. En akkúrat núna ætla ég þó bara að leyfa mér að ná andanum aðeins og fagna því að konan sem hefur áreitt mig frá árinu 2014 og beitti mig síðar líkamlegu og andlegu ofbeldi hafi LOKSINS verið látin sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar!

Þetta mál hefur tekið verulega mikið á og verið erfitt fyrir mig og mitt fólk. Réttlætið sigraði þó (að minnsta kosti að einhverju leyti) að lokum! Þetta er ekki bara sigur fyrir mig heldur er það líka sigur fyrir samfélagið þegar ofbeldisfólk er látið svara fyrir gjörðir sínar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Í gær

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“