fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Vann 25 milljónir í gærkvöldi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 06:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heppinn trompmiðaeigandi í Happdrætti Háskólans fékk fimmfaldan fyrsta vinning í aðalútdrættinum í gærkvöldi og fær hann í sinn hlut 25 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans.

Þar kemur fram að fjölmargir miðaeigendur fari með milljónir í veskinu inn í jólahátíðina. Fjórir miðaeigendur með sama númer fengu 5 milljónir hver í sinn hlut.

Þá er ekki sagan öll því að Milljónaveltan gekk út og var það annar trompmiðaeigandi sem datt í lukkupottinn þar og fékk 10 milljónir í vinning.

Víkur þá sögunni að þriðja trompmiðaeigandanum sem fékk hálfa milljón í vinning en sem fyrr fimmfaldar trompmiðinn þá upphæð og fékk hann því 2,5 milljónir. Þar fyrir utan fengu sex miðaeigendur eina milljón og átján fengu hálfa milljón.

Í heildina skipta vinningshafar í desember með sér tæpum 168 skattfrjálsum milljónum.

„Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sögð ætla að lokka fjögur ríki út úr Evrópusambandinu

Bandaríkin sögð ætla að lokka fjögur ríki út úr Evrópusambandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Davíð ósáttur við ummæli forstjóra Hrafnistu

Davíð ósáttur við ummæli forstjóra Hrafnistu