fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Ísraelsher dælir sjó inn í umfangsmikil neðanjarðargöng Hamas – Gætu fyllt þau á nokkrum vikum

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 18:30

Neðjanjarðarkerfi Hamas-samtakanna undir Gaza er gríðarlega umfangsmikið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher hefur hafist handa við að dæla sjó úr Miðjarðarhafinu inn í umfangsmikið net neðanjarðaganga Hamas-samtakanna á Gaza. Undirbúningur að aðgerðinni hefur staðið yfir um skeið en Ísraelsher hefur sett upp fimm öflugur dælur nærri Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza-strandarinnar. Dælurnar eru sagðar geta dælt þúsundum rúmmetra af sjó á klukkustund og þannig gæti Ísraelsher farið langt með að fylla gangnakerfið á nokkrum vikum.

Hamasliðar hafa haldið því fram að gangnakerfið sé um 500 kílómetra langt. Þá tölu er ómögulegt að staðfest en hvort sem hún er rétt eða ekki þá er ljóst að kerfið er gríðarlega umfangsmikið og gerir Ísraelsher erfitt um vik í stríði sínu við Hamas. Þá er gangnakerfið þakið gildrum og því ljóst að hefðbundnari hernaðaraðgerðir gætu orðið mannskæðar.

Hamas-liðar nota gangnakerfið til þess að geta ferðast huldu höfði um Gazaströndina og flytja vopn og vistir. Talið er að margir gíslar þeir gíslar sem enn eru í haldi Hamas-samtakanna séu látnir dúsa einhversstaðar í gangnakerfinu.

Aðgerðin hefst á sama tíma og talsverðar vendingar virðast vera að eiga sér stað í afstöðu Bandaríkjamanna til hernaðaraðgerða Ísraelsmanna. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lét hafa eftir sér í gær að þolinmæði bandamanna Ísraels færi þverrandi gagnvart linnulausum árásum á Gazaströndina og að breyta þyrfti um kúrs.

Yfirgnæfandi meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðina kaus í gærkvöldi með ályktun um tafarlaust vopnahlé í mannúðarskyni í átökum á Gazasvæðinu sem og lausn allra gísla án skilyrða. 153 ríki greiddu tillögunni atkvæði, en 10 voru á móti og 23 sátu hjá. Segja má að ályktunin sé andsvar við þeirri ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í fyrr í vikunni gegn tillögu um vopnahlé á Gaza sem vakti talsverða hneykslan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir