fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Bjarni opnar sig um glimmermálið – „Fær maður að heyra að maður sé barnamorðingi“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 13:59

Bjarni tjáir sig um glimmerkastið í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tjáir sig um glimmerkastið sem hann varð fyrir í gær á hátíðarfundi sem fór fram í Veröld. Verið var að fagna 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þegar hópur mótmælenda hleypti upp fundinum og skvetti rauðu glimmeri á Bjarna.

„,,Pabbi, var einhverju rauðu kastað á þig í gær. Af hverju var það?“ Svona byrjaði dagurinn. Ég sat með kaffibollann og 12 ára dóttir mín kallaði til mín,“ segir Bjarni í færslu á Facebook.

„Það er eðlilegur hluti starfs stjórnmálamanna að þurfa af og til að setjast niður með nákomnum, ekki síst börnunum, og ræða það sem er helst á dagskrá í þjóðmálaumræðunni. Það er bara eins og það er en ég geri allt sem ég get til að heimilið geti verið griðastaður fyrir fjölskylduna. Undan þessu hef ég aldrei kvartað og bið fólk um að virða við mig að ég nefni þetta hér án þess að það sé teiknað upp sem einhver sjálfsvorkunn,“ segir hann.

Segist hann ekki hafa ætlað að tjá sig sérstaklega um atvikið og sé á þeirri skoðun að best sé að gera svona mótmælum, eða skemmdarverkum, ekki hærra undir höfði en efni til standa. Það gæti verið hvatning fyrir viðkomandi að ganga lengra.

„Margir þeirra sem mættu á viðburðinn í gær hafa sést við ráðherrabústaðinn þar sem ríkisstjórnarfundir fara fram. Þar fær maður að heyra að maður sé barnamorðingi á leið til vinnu. Málfrelsið er mikilvægt og það að koma saman til að ræða tiltekin mál eru grundvallarréttindi. Hins vegar er ég á móti skemmdarverkum og tel að samfélaginu farnist best ef við öll sýnum leikreglum samfélagsins virðingu,“ segir Bjarni.

„Þegar það að halda sig innan reglna samfélagsins dugar ekki, að mati mótmælenda, eru málin færð á næsta stig. Helsti tilgangur þeirra mótmælenda sem af ásetningi fara gegn lögum og reglum er sá að fá sem mesta athygli. Þess vegna gættu þeir sín vel á því í gær að festa gjörninginn á mynd og dreifa á fjölmiðla. Þar sem ganga mátti út frá því að árás á ráðherra yrði fréttnæm var þarna gullið tækifæri til að tryggja sér gott aðgengi að fjölmiðlum landsins og fá góða dreifingu á boðskapnum. Þetta var ein ástæða þess að ég hafnaði viðtalsbeiðnum.“

Þá beinir Bjarni spjótum sínum að Ríkisútvarpinu.

„Ekki er hægt að halda því fram að Ríkisútvarpið hafi brugðist mótmælendum í gær. Margrét K. Blöndal, sú sem tók yfir ráðstefnuna ásamt öðrum, og hrópaði yfir alla viðstadda ávarp sem hún hafði undirbúið, tryggði sér viðtal í fyrstu frétt. Þar gat hún af yfirvegun og í rólegheitum rætt um gjörninginn sem eðlilegasta hlut og haldið áfram með boðskap sinn á besta fréttatíma. Upptaka þeirra sem stóðu að gjörningnum var birt sem aðsent efni og endurtekið spilað atvik þar sem skvett var yfir mig rauðu efni, sem landsmenn takast nú á um hvort kalla á glimmer eða glansduft,“ segir hann.

Bendir hann einnig á að gerð hafi verið sérstök TikTok frétt, sem áðurnefnd dóttir hans sá í morgun.

Hér má sjá færsluna í heild:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar