fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Ingólfur grunaður um hnífsstungu á Litla-Hrauni – Sagðist vera hættur í glæpum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 21:57

Ingólfur Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er er grunaður um að hafa stungið samfanga sinn ítrekað á Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Ingólfur Kjartansson. Ingólfur, sem er fæddur árið 2002, hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás með þrívídda prentaðri byssu í miðbæ Reykjavíkur í lok síðasta árs. Vísir greindi frá nafni hans í kvöld.

Í frétt miðilsins kemur fram að sá sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn en ekki í lífshættu. Hann situr á Litla-Hrauni grunaður um að bera ábyrgð á skotárás í fjölbýlishúsi í Úlfarársdal á dögunum.

Sjá einnig:Ingólfur situr af sér langan dóm fyrir skotárás en einbeitir sér nú að tónlist – „Hvað glæpi snertir er ég sestur í helgan stein“

Ingólfur steig fram í viðtali við DV í vor og kvaðst þá vera hættur í glæpum og vera byrjaður að einbeita sér að tónlist. „Hvað glæpi snertir er ég sestur í helgan stein,“ sagði Ingólfur í viðtalinu en hann hafði þá gefið út lag með besta vini sínum, Gabríel Douane. Eins og DV greindi frá særðist Gabríel í áðurnefndri skotárás í Úlfarársdal og því má leiða að því líkum að hnífstunguárásin sem Ingólfur er grunaður um hafi verið hefndaraðgerð fyrir þá árás.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað