fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Gripu grunaðan barnaníðing á flótta til Íslands – Ákærður fyrir að misnota nemanda

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 11:00

Williams var handtekinn á sunnudag á leiðinni í flug til Íslands. Mynd/NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari sem grunaður er um að hafa níðst á nemanda sínum var handtekinn á sunnudag þar sem hann var að reyna að flýja til Íslands. Kennarinn heitir Mark Anthony Williams og var handtekinn á flugvellinum í Baltimore borg.

Samkvæmt FOX News, CBS og fleiri miðlum áttu brotin sér stað þegar Williams var kennari við Duke Ellington School of the Arts í Washington borg, en það er almenningsskóli sem ætlaður er nemendum með listræna hæfileika. Brotin voru gegn nemanda sem var yngri en 18 ára og áttu sér stað á milli 1. janúar árið 2014 og 31. maí sama ár.

Segir að Williams hafi haft mök við þolandann í nokkur skipti og talið henni trú um að þau væru í sambandi. Hann var þá 56 ára gamall.

Flúði land

Þolandinn tilkynnti málið í októbermánuði árið 2018 en þegar lögreglan hóf rannsókn á málinu var Williams farinn úr landi. Árið 2019 var fjölskyldum nemenda við skólann tilkynnt að hann væri hættur  sem kennari. Síðan þá hefur önnur kona stigið fram og lýst svipuðum brotum Williams.

Þann 16. nóvember síðastliðinn fékk lögreglan í Maryland fylki veður af því að Williams væri í Bandaríkjunum og var þá gefin út handtökuskipun á hendur honum. Williams var svo handtekinn við innritun á Baltimore Washington flugvellinum á sunnudag, 19. nóvember, á leiðinni í flug til Íslands.

Alvarleg ákæra

Búið er að ákæra Williams fyrir kynferðisbrot gegn barni og gert er ráð fyrir því að hann verði framseldur frá Maryland fylki til Washington borgar. Hann dvelur nú í Anne Arundel fangelsinu í Maryland.

„Þetta er mjög alvarleg ákæra og landamæraverðirnir eru ánægðir að hafa handsamað þennan flóttamann og að aðstoða lögregluna við að framfylgja réttlætinu,“ sagði Adam Rottman, yfirmaður landamæravörslunnar á flugvellinum.

Ekki er vitað hvar Williams hefur dvalið undanfarin fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina