fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Dæmdur fíkniefnasali fær ekki að búa á Íslandi – Fannst ósanngjarnt að sér væri vísað af landi brott

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 15:36

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmdur litháískur fíkniefnasali hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann freistaði þess að fá felldan niður úrskurð kærunefndar útlendingamála og ákvörðun Útlendingastofnunar um að honum skyldi vísað af landi brott og gert að sæta endurkomubanni í 14 ár í kjölfarið af fangelsisdóm sínum.

Ætlaði aldrei aftur að brjóta af sér

Einmantas Strole var vísað af landi brott í janúar 2022 af Útlendingastofnun og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina rúmum tveimur mánuðum síðar. Ástæðuna fyrir brottvísuninni mná rekja til þess að 15. apríl 2021 var Einmantas dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu voru haldlögð í húsnæðí sem Einmantas hafði á leigu og sömuleiðis innflutt fíkniefni, ætluð til sölu og dreifingar, á heimili hans.

Einmantas hafði verið með hreinan sakaferil, bæði hér og erlendis, fram að þessu en hann var samvinnufús við ákæruvaldið og játaði brot sín skýlaust. Var tekið tillit til þess við ákvörðun dómsins. Hálfu ári síðar, 6. október 2021, tók Útlendingastofnun þá ákvörðun að vísa honum af landi brott og hófst þá það ferli sem endaði fyrir héraðsdómi.

Taldi Einmantas að ákvörðun Útlendingastofnunar ósanngjarna, ekki síst í ljósi játningar og samvinnuþýðu auk þess sem hann lýsti yfir mikilli iðrun sinni sem og þeim  ásetningi sínum til að fremja ekki framar slík brot.Þá hafði hann í hyggju að fá sér vinnu á almennum markaði þegar hann myndi losna úr fangelsi og væri tilbúinn til þess að snúa blaðinu við. Kærði hann málið því til Héraðsdóms Reykjavíkur.

Samfélaginu stæði ekki ógn af honum

Í dómnum, sem féll í dag, kemur fram að faðir Einmantas hefur verið búsettur hérlendis í mörg ár og hann sjálfur komið hér til að vinna sumarstörf árin 2014 og 2015. Hann væri með skráð lögheimili hjá föður sínum og þá byggi frænka hans hérlendis. Samfélaginu stæði ekki ógn af honum og með ákvörðun Útlendingastofnunnar væri verið að skera á tengsl hans við þessa ástvini sína. Vildi lögfræðingur hans meina að Einmantas ætti rétt á ótímabundnu dvalarleyfi hérlendis.

Dómari komst hins vegar í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að alvarleiki afbrotsins væri slíkur að brottvísun væri réttmæt og að Einmantas hefði meiri tengsl við heimaland sitt en Ísland, þrátt fyrir búsetu áðurnefndra ástvina hans hérlendis. Þá væri hann ekki búsettur hjá föður sínum heldur í leiguhúsnæði. Var ákvörðun Útlendingastofnunnar og úrskurður kærunefndar útlendingamála því staðfestur og Einmantas gert að yfirgefa Ísland.

 

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns