Nánar tiltekið í Svartahafi en bæði Rússland og Úkraína liggja að Svartahafi. „Mér finnst að allir eigi að vita hvaða árangri Úkraína hefur náð í Svartahafi,“ sagði Zelenskyy þegar hann ávarpaði úkraínsku þjóðina.
„Landið okkar hefur gjörbreytt stöðunni í Svartahafi – Rússar hafa misst stjórnina. Almennt séð hafa Rússar misst vonina um að geta haldið Svartahafinu fyrir sig sem stuðpúða gegn ágengni annarra þjóða. Við munum gera allt sem við getum til að styrkja þessa stöðu,“ sagði Zelenskyy.
Þennan sama dag birti hann færslu á Telegram þar sem hann sagði að Úkraína hafi náð frumkvæðinu í Svartahafi og hafi neytt rússneska flotann til að hörfa.
Hann sagði að Úkraínumönnum hafi tekist svo vel upp í vesturhluta Svartahafs að nú sé hægt að flytja korn sjóleiðis frá Úkraínu.
„Okkur tókst að ná frumkvæðinu af Rússum í Svartahafi og byggja upp þannig aðstæður að Rússar neyddust til að flýja frá austurhluta þess og reyna að leyna herskipum sínum. Í fyrsta sinn í sögunni byrjaði floti sjávardróna, úkraínski sjóherinn, að starfa í Svartahafi,“ sagði Zelenskyy.