fbpx
Sunnudagur 10.desember 2023
Fréttir

„Rússar hafa misst stjórnina“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 07:00

Það var mikil slagsíða á Olenegorsk Gornjak eftir árás Úkraínumanna í sumar. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússar hafa misst stjórnina.“ Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fyrir helgi um leið og hann tilkynnti að Úkraínumenn hafi „tekið frumkvæðið“ á ákveðnu svæði.

Nánar tiltekið í Svartahafi en bæði Rússland og Úkraína liggja að Svartahafi. „Mér finnst að allir eigi að vita hvaða árangri Úkraína hefur náð í Svartahafi,“ sagði Zelenskyy þegar hann ávarpaði úkraínsku þjóðina.

„Landið okkar hefur gjörbreytt stöðunni í Svartahafi – Rússar hafa misst stjórnina. Almennt séð hafa Rússar misst vonina um að geta haldið Svartahafinu fyrir sig sem stuðpúða gegn ágengni annarra þjóða. Við munum gera allt sem við getum til að styrkja þessa stöðu,“ sagði Zelenskyy.

Þennan sama dag birti hann færslu á Telegram þar sem hann sagði að Úkraína hafi náð frumkvæðinu í Svartahafi og hafi neytt rússneska flotann til að hörfa.

Hann sagði að Úkraínumönnum hafi tekist svo vel upp í vesturhluta Svartahafs að nú sé hægt að flytja korn sjóleiðis frá Úkraínu.

„Okkur tókst að ná frumkvæðinu af Rússum í Svartahafi og byggja upp þannig aðstæður að Rússar neyddust til að flýja frá austurhluta þess og reyna að leyna herskipum sínum. Í fyrsta sinn í sögunni byrjaði floti sjávardróna, úkraínski sjóherinn, að starfa í Svartahafi,“ sagði Zelenskyy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu