fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

„Það eru miklar og sárar tilfinningar tengdar þessu máli“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálfsmynd okkar Íslendinga er sú að við séum ótrúlega óskipulögð og þrasgjörn, þangað til að gefur á bátinn – þá róum við öll í sömu átt. Ef farið er í heimildirnar er þó afar auðvelt að draga upp talsvert aðra mynd af þessari sögu.“

Þetta sagði Stefán Pálsson sagnfræðingur í færslu um Heimaeyjargosið á Facebook-síðu sinni í gær sem vakið hefur talsverða athygli. Gunnar Smári Egilsson, Illugi Jökulsson og Guðmundur Andri Thorsson hafa meðal annars lagt orð í belg.

Í færslu sinni skrifaði Stefán um þá órjúfanlegu samstöðu sem stundum er sögð ríkja hér á landi þegar mikið liggur við. Hann segir að eitt af eftirlætisviðfangsefnum sagnfræðinga séu sameiginlegar minningar þjóða og þá einkum hvernig þær geta breyst og mótast, jafnvel á örskömmum tíma.

„Að sumu leyti höfum við orðið vitni að því varðandi eldgosið í Heimaey og sem hefur birst í tengslum við hálfrar aldar afmæli þess og í samhengi við eldsumbrot síðustu ára.“

Mörg deiluefni meðan á gosinu stóð

Stefán segir að sagan sem við höfum öll komið okkur saman um varðandi Heimaeyjargosið gangi út á órofa samstöðu og fumlaus viðbrögð. Ekki sé flókið að draga upp aðra mynd af sögunni þegar málið er skoðað nánar.

„Það vantaði ekki deiluefnin meðan á eldgosinu stóð. Menn höfðu ólíkar skoðanir á því hvort og hvernig best væri að verja bæinn og höfnina. Viðbragðsaðgerðir á fastalandinu voru umdeildar. Ýmsir græddu en aðrir töldu sig missa spón úr sínum aski. Þau sjónarmið heyrðust alveg að nóg væri mokað undir þessa Eyjamenn á meðan sumum flóttamannanna fannst þeir sviknir. Stuðningsmenn og andstæðingar hersetunnar hikuðu ekki við að beita fyrir sig gosinu í sínu áróðursstríði og stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar settu sig ekki úr færi að ná sparki í hina fylkinguna. – En auðvitað þjóna slíkar smáskærur engu hlutverki fyrir stóru söguna sem er skrifuð eftirá og þess vegna er sléttað yfir flest slíkt,“ sagði Stefán.

Litið á þau sem svikara

Gunnar Smári Egilsson, þrautreyndur fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, tekur undir þetta.

„Ég ræddi við mann um daginn sem flúði sem barn með sínu fólki. Fjölskyldan sneri ekki aftur. Öll þessi reynsla sat í honum, sárindi foreldra hans sem lágu eins og mara á fjölskyldunni. Fólkinu fannst það óvelkomið á fastalandinu og að Eyjamenn sem fluttu til baka hafi litið á það sem svikara. Það eru miklar og sárar tilfinningar tengdu þessu máli öllu. Að mörgu leyti eins og stundum er með innflytjendur sem tapa einu landi en öðlast ekki annað.“

„Láttu ekki nokkurn mann sjá þetta“

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, rifjar upp að hann hafi verið tólf ára á þessum tíma og hann hafi skrifað ritgerð áður en gosinu lauk þar sem hann gagnrýndi allt samstöðu- og uppbyggingartalið. Sagði hann að auðvitað hlytu Eyjar að leggjast í eyði því búast mætti við viðlíka gosi aftur hvenær sem væri.

„Íslenskukennarinn skaut til mín ritgerðinni nánast í laumi með mjög hárri einkunn, en eiginlega hvíslaði að mér um leið: „Vel skrifað – en láttu ekki nokkurn mann sjá þetta.“

Gleymdi aldrei stemningunni

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, var 15 ára á þessum tíma og kveðst muna þetta vel, þar á meðal þrasið af því tagi sem Stefán nefndi.

„En mér finnst allt í lagi að muna og halda því á lofti hversu giftusamlega tókst að tæma bæinn – ekki síst vegna hugarfars fólks, æðruleysis þess og yfirvegunar – og hversu almenn þátttakan var við hreinsunarstarfið. Faðir minn var á meðal þeirra sem fóru út í Eyjar til að moka vikri dögum saman og hann gleymdi þessu aldrei, stemmningunni og samstöðunni. Mér finnst allt í lagi að muna þetta – en ég er náttúrlega krati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Í gær

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku