fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Páll segir Grindvíkinga geta stólað á Eyjamenn – Gleyma aldrei hvað þeir gerðu á sínum tíma

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 09:09

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta stendur alveg sérstaklega upp á okkur Eyjamenn því Grindvíkingar sýndu okkur alveg ótrúlegan stuðning í kjölfarið á gosinu í Heimaey fyrir 50 árum, opnuðu hús sín og buðu okkur velkomin,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag.

Um helgina birtist kveðja til Grindvíkinga á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar vegna þeirrar atburðarásar sem er í gangi þar. Bærinn var rýmdur á föstudagskvöld og ríkir mikil óvissa um framhaldið. Í kveðju Eyjamanna stóð meðal annars:

„Þið getið reitt ykkur á að við Eyjamenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir með ykkur og aðstoða ef á þarf að halda. Það hefur líka verið ánægjulegt að sjá hversu margir Vestmanneyingar hafa nú þegar upp á eigin spýtur boðið fram húsaskjól og aðra aðstoð; örugglega minnugir þess hversu vasklega Grindvíkingar gengu fram í aðstoð við okkur í eldgosinu á Heimaey fyrir 50 árum. Það gleymist aldrei.“

Páll segir í samtali við Morgunblaðið í dag að kveðjunni hafi verið vel tekið.

„Við vildum lýsa vilja okkar til að hlaupa undir bagga, eins og svo sem allir landsmenn eru að gera, en þetta stendur alveg sérstaklega upp á okkur Eyjamenn því Grindvíkingar sýndu okkur alveg ótrúlegan stuðning í kjölfarið á gosinu í Heimaey fyrir 50 árum, opnuðu hús sín og buðu okkur velkomin,“ segir hann.

Hann bendir á að margir Eyjamenn hafi flutt til Grindavíkur á sínum tíma og sumir hafi ekki enn komið heim aftur af ýmsum ástæðum.

„Okkur rennur blóðið til skyldunnar að gjalda líku líkt hvernig Grindvíkingar komu drengilega fram við okkur á sínum tíma,“ segir Páll og bætir við að staðan í Grindavík rífi eflaust upp einhver gömul sár fyrir Eyjamenn.

„Ég held svo sem að enginn átti sig á því fyrr en reynt hefur hvað það er að vera allt í einu neyddur til að yfirgefa heimili sitt í algjörri óvissu um það hvort það verði einhvern tímann snúið aftur,“ segir Páll við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp