fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

24 ára Íslendingur handtekinn í Japan

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 08:44

Frá Osaka. Mynd: Pexels/Stephen + Alicia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Osaka í Japan handtók 24 ára Íslending þar í borg á dögunum vegna gruns um að hafa ráðist á 59 ára gamlan leigubílstjóra.

Japan Today greinir frá þessu en maðurinn er sagður hafa neitað að greiða fyrir farið áður en hann réðst á bílstjórann.

Í fréttinni kemur fram að hinn grunaði hafi farið inn í bílinn í Kita-ku hverfinu í Osaka klukkan 10:30 að morgni þriðjudags í síðustu viku. Þegar á leiðarenda var komið er maðurinn sagður hafa neitað að greiða fyrir farið en upphæðin nam þrjú þúsund jenum, tæpum 2.800 krónum.

Maðurinn er sagður hafa farið út úr leigubílnum og bílstjórinn á eftir honum. Endaði það með því að Íslendingurinn veitti bílstjóranum nokkur hnefahögg í andlitið áður en hann hljóp í burtu.

Lögreglu tókst að hafa hendur í hári mannsins eftir að hafa skoðað eftirlitsmyndavélar á svæðinu og eftir að hafa rætt við annan leigubílstjóra sem maðurinn átti viðskipti við. Var Íslendingurinn handtekinn á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann