fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Uppnám í Kastljósi í gærkvöldi: „Þú sagðir að þú fagnaðir þessu sem Palestínumaður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. október 2023 07:43

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til snarpra orðaskipta kom í Kastljósi í gærkvöldi þegar rætt var um stöðu mála í Ísrael og Palestínu. Í settinu sátu Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Ráði, Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur sem bjó í Ísrael um tíma.

Uppreisnarmenn úr röðum Hamas-samtakanna réðust inn í Ísrael um helgina og skutu þar á óbreytta borgara og tóku gísla. Um 260 óbreyttir borgarar voru til dæmis drepnir á tónlistarhátíð í suðurhluta Ísraels aðfaranótt laugardags. Ísraelsmenn hafa svarað af fullri hörku og hafa heitið því að gera út af við Hamas.

Falasteen er af palestínskum ættum og kvaðst hún í þættinum fagna því að einhver væri að ráðast á landtökufólk.

„Ég sem Palestínumaður, auðvitað fagna ég þessu. Af því það er enginn, úti um allan heim, sem er að taka upp mál Palestínumanna,“ sagði hún meðal annars og bætti við að fólkið á Gasasvæðinu væri í stærsta fangelsi í heimi og komist hvergi. Þeir hefðu upplifað mannréttindabrot í tugi ára.

Eftir að Falasteen lét þessi orð falla virtist spyrill Kastljóssins, Baldvin Þór Bergsson, vera furðu lostinn. „Ég verð aðeins hérna […] Svo ég skil þig rétt. Þú sagðir að þú fagnaðir þessu sem Palestínumaður. Hverju?“

Falasteen svaraði því til að það væri verið að drepa Palestínumenn á hverjum degi.

„Allt í einu er ein­hver sem get­ur gert eitt­hvað, og maður bara: „Hvernig gerðist þetta?“ Skilurðu? Ég er stríðsbarn, ég er fædd og upp­al­in í stríði. Þetta er svo niðurlægjandi. Og við telj­um okk­ur vera for­rétt­inda­börn sem erum fædd og upp­al­in í Jerúsalem, af því að það er ekki eins mik­il niður­læg­ing og er á Gaza-svæðinu,“ sagði hún.

Diljá Mist virtist vera slegin yfir orðum Falasteen.

„Bara svo það gæti einskis mis­skiln­ings þá er Falasteen varla að fagna fjölda­morði á sak­laus­um borg­ur­um,“ spurði Diljá og Falasteen svaraði þá að bragði að hún fagnaði því að einhver væri að gera árás á landtökufólkið.

„Guð minn góður. Ég hélt ég væri að misskilja,“ svaraði Diljá Mist sem var augljóslega brugðið yfir orðum hennar. Sagði hún að málflutningur Falasteen minnti á orðræðu Írana sem hafa fagnað árásunum og benti hún á að ákveðinn hópur fólks hefði einnig fagnað árásunum á Tvíburaturnana árið 2001.

„Mér finnst fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði á börnum og ungmennum,“ sagði hún.

Falasteen sagðist ekki vera að fagna morðum en Palestínumenn væru að berjast fyrir sínu frelsi. Diljá sagði gott að fá það á hreint.

„Ég er enginn morðingi, og enginn hryðjuverkamaður. Palestínumenn eru ekki að fagna morði á fólki. En Palestínumenn eru að berjast fyrir sínu tjáningarfrelsi og frelsi, og að komast út úr þessu stóra fangelsi.“

Þáttinn má sjá í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Í gær

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Í gær

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi