fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Spillingarsaga byggð á óbirtum trúnaðargögnum Landsbankans – Lítill hópur með lygileg völd í langan tíma

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 8. október 2023 09:00

Bókin byggir á félagsfræðikenningum um valdaelítur en er skrifuð fyrir almenning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin bók eftir heimspekinginn Þorvald Logason þar sem rakin er saga Eimreiðarhópsins svokallaða og mönnum tengdum honum, Eimreiðarelítan: Spillingarsaga. Bókin byggir að hluta á óbirtum trúnaðargögnum Landsbankans en í henni er lýst hvernig rótgróin spilling olli bankahruninu og almennum kerfisvanda í íslensku samfélagi.

„Ég er að rannsaka lítinn hóp sem hafði lygileg völd í ótrúlega langan tíma,“ segir Þorvaldur sem er heimspekingur að mennt en þessi bók byggir að hluta á meistararitgerð hans í félagsfræði frá árinu 2011.

Þorvaldur, sem er búinn að starfa í auglýsingabransanum í áratug, segist hafa verið lengi með þessa bók í maganum sem er sú fyrsta sem hann skrifar. En hún byggir einnig á óbirtum trúnaðargögnum úr Landsbankanum sem Þorvaldur komst yfir.

„Í bókinni reyni ég að fanga helsta spillingarvanda samfélagsins, að hluta til sem olli hruninu og að hluta til almennan vanda. Einnig skilgreini ég þá sem voru líklegastir til að bera ábyrgð á hruninu. Hverjir réðu í raun og hverjir högnuðust,“ segir Þorvaldur.

Völdin náð hámarki árið 2008

Eimreiðarhópurinn er kenndur við útgáfu tímaritsins Eimreiðin árið 1972 og boðuðu frjálshyggju. Þetta voru meðal annara Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Þorsteinn Pálsson, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Þór Whitehead, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hrafn Gunnlaugsson og Brynjólfur Bjarnason.

Þorvaldur segist bæta við þennan hóp tengda menn eins og Friðrik Sófusson og þess vegna notar hann heitið eimreiðarelítan í stað eimreiðarhópsins.

Bókin spannar langt tímabil, frá árinu 1982 og vel fram yfir bankahrunið árið 2008. En það er sá tími þegar þessi hópur var valdamestur.

„Margir myndu halda að þeir hefðu að mestu misst völdin árið 2003 og útrásarvíkingarnir tekið yfir þá hef ég þá kenningu að valdatímabil þeirra hafi náð hámarki árið 2008,“ segir Þorvaldur.

Fræðibók fyrir almenning

Bókin er fræðibók, byggð á valdaelítukenningum úr félagsfræði, en einfölduð og skrifuð fyrir almenning.

„Þetta eru kenningar um að ákveðinn hópur ráðandi aðila í samfélaginu á hverju valdsviði fyrir sig, þekkingarvaldi, framkvæmdavaldi, þingvaldi og viðskiptavaldi eða auðvaldi, myndi ákveðið bandalag og ráði því sem vert er að ráða í samfélaginu,“ segir Þorvaldur.

Þetta skapi spillingu sem sé bæði kjarnavandamál í samfélaginu og vandamál sem getur valdið allsherjar hruni.

Bókin kom úr prentun fyrir rúmri viku síðan og er komin í verslanir Pennans. Einnig er hægt að panta bókina á heimasíðunni steinason.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur