fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Steingerður nýr ritstjóri Lifðu núna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. október 2023 11:22

Steingerður Steinarsdóttir Mynd: Aldís Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingerður Steinarsdóttir tók við stöðu ritstjóra Lifðu núna um mánaðamótin, 1. október. Vefurinn er ætlaður fólki sem er komið yfir miðjan aldur. Í október í fyrra hóf Steingerður störf sem rit- og kynningarstjóri hjá Samhjálp, og mun hún sinna því starfi áfram samhliða ritstjórn Lifðu núna. 

Steingerður er með BA-próf í ensku og fjölmiðlafræði og diplóma i hagnýtri fjölmiðlun. Hún er einnig með diplóma í kennsluréttindum.  Steingerður á að baki áratuga starfsferil á fjölmiðlum, sem hófst á Þjóðviljanum. Fljótlega fór hún að vinna á tímaritum og var lengst af á Vikunni, fyrst sem blaðamaður og svo ritstjóri frá 2012 til 2022.

Erna Indriðadóttir fráfarandi ritstjóri stofnaði Lifðu núna í byrjun árs 2014 og hefur rekið vefinn síðan. Lestur hans hefur aukist ár frá ári, allar götur síðan og er í dag nokkuð  víðlesinn enda er hann eini fjölmiðillinn sem fjallar eingöngu um lífið eftir miðjan aldur og mun halda áfram að gera það í ritstjórn Steingerðar.  Erna sem er að fara á eftirlaun eftir rúm 40 ár á vinnumarkaði hyggst snúa sér að öðrum verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga