fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum 150 brynvarin ökutæki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 08:00

Stryker herbíll. Mynd:Jarek Tuszyński/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld eru nú að leggja lokahönd á hjálparpakka handa Úkraínu. Þetta eru hergögn sem verða send til landsins. Embættismenn segja verðmæti pakkans vera 2,6 milljarðar dollara.

AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að meðal þess sem reiknað er með að verði í pakkanum séu 100 brynvarin ökutæki af gerðinni Stryker og að minnsta kosti 50 brynvarðir Bradley beltabílar.

Þessi ökutæki munu gera úkraínskum hermönnum kleift að hreyfa sig hraðar og öruggar um við víglínurnar.

Stjórn Joe Biden á eftir að leggja blessun sína yfir pakkann og því gæti innihald hans breyst.

Bretar tilkynntu nýlega að þeir ætli að senda Úkraínumönnum 12 Challenger 2 skriðdreka. Úkraínumenn hafa ítrekað beðið um skriðdreka en hik hefur verið á Vesturlöndum hvað það varðar en það hik er nú væntanlega úr sögunni með ákvörðun Breta. Mikill þrýstingur er nú á þýsku ríkisstjórnina um að heimila afhendingu Leopard skriðdreka til Úkraínumanna en bæði Finnar og Pólverjar hafa lýst sig reiðubúna til að senda þeim slíka skriðdreka. Þjóðverjar þurfa að gefa grænt ljós á það þar sem um þýska skriðdreka er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“