fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Pólverjar ræða hvort senda eigi skriðdreka til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 20:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrzej Duda, forseti Póllands, fundaði í gær með forsætisráðherra landsins og nokkrum ráðherrum um öryggismál tengd stríðinu í Úkraínu. Eitt af umræðuefnunum var hvort Pólverjar eigi að láta Úkraínumönnum nokkra Leopard 2 skriðdreka í té.

Þetta eru þýskir skriðdrekar en Pólverjar eiga nokkra slíka. Sky News skýrir frá þessu.

Úkraínumenn hafa hvatt Vesturlönd til að senda þunga skriðdreka til landsins en þau hafa ekki enn orðið við því. Hins vegar varð ákveðinn viðsnúningur í síðustu viku þegar Frakkar tilkynntu að þeir muni senda Úkraínumönnum tíu „létta skriðdreka“. Þetta eru ökutæki á dekkjum, ekki beltum, með fallbyssu og geta þau borið nokkra hermenn. Þau eru hraðskreið, brynvarin og geta grandað skriðdrekum.

Í kjölfarið tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir muni senda Úkraínumönnum 50 ökutæki af þessu tagi og Þjóðverjar tilkynntu að þeir muni senda 40 slík ökutæki.

Pawel Szrot, aðstoðarmaður Duda sagði í gær að Úkraínumenn fái aðeins þunga skriðdreka frá Pólverjum „innan ramma víðtæks samkomulags við önnur ríki sem eigi slíka skriðdreka“. Hann sagði einnig að taka þurfi pólsk öryggismál með i reikninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi