fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Kennarinn Ástríður situr í fangelsi í allt sumar – Gæsluvarðhaldið enn framlengt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 31. júlí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhald yfir Ástríði Kristínu Bjarnadóttur, sem grunuð er um umfangsmikil fjársvik, var síðastliðinn föstudag framlengt um fjórar vikur, eða til 25. ágúst næstkomandi.

Ástríður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. júní og má heita einsdæmi að sakborningur í fjársvikamáli sitji svo lengi í varðhaldi. Það eykur enn á sérstöðu málsins að gæsluvarðhald Ástríðar snýst ekki um rannsóknarhagsmuni heldur er byggt á c-lið 95. greinar laga um meðferð sakamála. Samkvæmt þessum lið má halda sakborningi í gæsluvarðhaldi ef ætla má að hann muni halda áfram brotum á meðan máli hans er ekki lokið.

Til rannsóknar eru meint svik Ástríðar gagnvart 11 karlmönnum og nema upphæðirnar samtals 25 milljónum króna. Flest bendir til að fjársvik Ástríðar séu miklu umfangsmeiri og nái a.m.k. aftur til ársins 2015. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að á undanförnum árum hafa hátt í 400 karlmenn lagt inn hjá henni samtals yfir 200 milljónir króna. Talið er að Ástríður hafi tapað öllum peningunum við fjárhættuspil.

Sjá einnig: Ástríður sveik þrjár milljónir út úr manni:„Hún er sennilega að ljúga að sjálfri sér og finnst hún ekki hafa gert neitt rangt“

Ástríður er sökuð um að hafa blekkt menn til að lána sér fé án þess að greiða það til baka en einnig að hafa með blekkingum fengið aðgang að rafrænum skilríkjum þeirra og stofnað til fjárskuldbindinga í nafni mannanna, t.d. látið þá taka yfirdráttarlán og millifært inn á eigin reikninga. Nokkrir meintir þolendur hennar eru þroskaskertir.

Verða að ákæra eða láta hana lausa

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðar rannsókn málsins vel en ekki er frekari upplýsingar en það að hafa um gang hennar. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti þetta, sem og upplýsingar um gæsluvarðhald, í samtali við DV en sagðist ekki hafa frekari upplýsingar, enda nýkominn úr sumarfríi. Grímur Grímsson, hjá miðlægri rannsóknardeild embættisins, sem áður hefur veitt DV upplýsingar um málið, getur ekki svarað fyrir það núna þar sem hann er í fríi.

Hins vegar liggur fyrir samkvæmt laganna bókstaf að ef halda á Ástríði lengur í varðhaldi en til 25. ágúst þá verður að ákæra hana. Samkvæmt 4. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála er almennt ekki hægt að halda sakborningi lengur í gæsluvarðhaldi en 12 vikur án ákæru:

„Ekki er heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess“

Þann 25. ágúst verða 12 vikur liðnar frá því gæsluvarðhald Ástríðar hófst, en það var 2. júní. Segja má að hún hafi nánast farið beint úr kennslustofu í varðhald en hún hefur kennt í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og var við kennslu í Kópavogsskóla er hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrst.

Sjá einnig: Spilasjúka konan mætti grátandi til kennslu – Undrast að Ástríður hafi haldið starfi sem kennari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað